Jólin 2025 hjá akstursþjónustu Hafnarfjarðar

óflokkað

Jólahátíðin færist nær. Þið sem notið akstursþjónustu Hafnarfjarðar eruð hvött til að huga að pöntunum á akstursþjónustunni tímanlega eða fyrir 15. desember til að tryggja farsælan og góða flutning á milli staða á óskatímanum.

Hvetjum ykkur til að panta tímanlega

Jólahátíðin færist nær. Þið sem notið akstursþjónustu Hafnarfjarðar eruð hvött til að huga að pöntunum á akstursþjónustunni tímanlega eða fyrir 15. desember til að tryggja farsælan og góða flutning á milli staða á óskatímanum.

Starfstími akstursþjónustunnar um jól og áramót

Aðfangadag jóla, á jóladag, gamlársdag og nýársdag er starfstími og aksturstími akstursþjónustu frá kl. 10 – 22. Enginn akstur er í boði fyrir eða eftir þann tíma þessa dag.

Þeim vinsamlegu tilmælum er einnig beint til ykkar sem notið þjónustuna að panta ekki akstursþjónustu milli kl. 17-20 á aðfangadag og gamlársdag þannig að sem flest fái tækifæri til að njóta matar og samveru með öðrum.

Almennt er reglan sú að panta á ferðir, sem áformaðar eru á stórhátíðardögum, fyrir kl. 16 síðasta virka dag fyrir stórhátíðisdaga.

Tengiliðaupplýsingar

  • Pöntunarsími Akstursþjónustu Hafnarfjarðar er 515-2720
  • Netfang Akstursþjónustu Hafnarfjarðar er: ferd@teitur.is
Ábendingagátt