Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Leikskólinn Vesturkot er 30 ára. Samvinna var Særúnu Þorláksdóttur leikskólastjóra efst í huga þegar áfanganum var fagnað síðasta föstudag. Elstu börnin sungu fyrir gesti við lófaklapp gestanna.
„Samvinna, lífsgleði, frelsi, gleði, vinátta, vinskapur, kærleikur, metnaður, skilningur, þolinmæði og skapandi eru eiginleikar sem starfsfólk upplifir hér í Vesturkoti,“ sagði Særún í stuttri ræðu fyrir veislugestina, fyrrum og núverandi starfsmenn leikskólans og starfsfólk bæjarins. Hún sagði frá því hvernig skólinn hefði þróast og hvað þeim væri efst í huga á þessum tímamótum. Hún sagði frá því hverju elstu börnin svöruðu þegar þau voru spurð hvað þau hugsuðu þegar þau væru spurð um Vesturkot.
Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri og Inga Þóra Ásdísardóttir aðstoðarleikskólastjóri.
„Þau sögðu að það væri gaman að vera í salnum og fara út að leika.“ Hún las setningar sem höfð eru eftir börnunum. „Hann er vinur minn. Elska Vesturkot alla daga. Ég elska hann og vil alltaf vera þar.“ Þau vildu köku, bíla og mjólk og vera með vinkonu og vinum.
„Ég er ótrúlega stolt af skólanum og öllu starfsfólkinu hér innanhús,“ sagði Særún á þessari hátíðarstund. „Leikskólar, sama hver stefna þeirra er hafa ávallt það markmið að börnunum líði vel, gera þau sjálfstæð og félagslega sterk til að takast á við lífið og næsta skólastig. Efla skapandi hugsunun og að þeim þyki vænt um sig og aðra.“
Leikskólinn Vesturkot stendur á Hvaleyrarholtinu í Hafnarfirði. Stutt er í náttúruna þar sem úfið hraunið er við túnfótinn og örstutt í fjöruna. Alls dvelja að meðaltali 84 börn á aldrinum 18 mánaða til sex ára í leikskólanum.
Innilega til hamingju öll með Vesturkot.
Hafnarfjarðarbær og Verkalýðsfélagið Hlíf hafa skrifað undir samning vegna félagsfólk Hlífar í leikskólum Hafnarfjarðar. Vinnustöðvun, sem hefjast átti næstkomandi fimmtudag,…
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 20. nóvember. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.
Þann 12. ágúst, síðastliðinn, sýndi sviðslistahópurinn Þríradda sviðsverkið SinfóNýja í Apótekinu í Hafnarborg við góðar viðtökur. Sýningin var afrakstur skapandi…
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir annars vegar náttúruvættið Litluborgir og hins vegar náttúruvættið Kaldárhraun og…
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar þriðjudaginn 21. maí. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.
Umferðarhraði á yfir sextíu götum Hafnarfjarðarbæjar lækkar úr 50 km/klst í 40 eða 30 þann 22. maí. Ákvörðunin er tekin…
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar og föruneyti funduðu með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra og fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar í vikunni. Deildu þau reynslu og…
Nýverið sóttu bæjarstjóri og sviðsstjórar Reykjanesbæjar Hafnarfjörð heim í þeim tilgangi að ræða verkefni, framkvæmd, fyrirkomulag og áskoranir í daglegum…
Hróður pólsku deildar Bókasafns Hafnarfjarðar hefur náð út fyrir landssteinana. Nú í haust var Katarzyna Chojnowska, Kasia, bókavörður, verðlaunuð fyrir…
„Hver ykkar vita hvað heilsunammi er?“ Spurði Íþróttaálfurinn þegar hann hitti börnin á leikskólanum Vesturkoti í gær, fimmtudagsmorgun. „Epli, banana,…