Lífshlaupið 2024 er hafið – tökum þátt!

Fréttir

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur öll áhugasöm til þátttöku!

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa

Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Nánari upplýsingar um ráðleggingar um hreyfingu má finna á síðu Embætti landlæknis. Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur öll áhugasöm til þátttöku!

Lífshlaupið skiptist í fjórar keppnir:

  • Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri frá 7. – 20. febrúar
  • Framhaldsskólakeppni fyrir 16 ára og eldri frá 7. – 20. febrúar
  • Vinnustaðakeppni frá 7. – 27. febrúar
  • Hreystihópar 67+ frá 7. – 27. febrúar

Skrá má alla hreyfingu ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál með því að hreyfa sig daglega.

Á vef Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is má finna ýmislegt gagnlegt og það má einnig senda línu á lifshlaupid@isi.is ef aðstoð óskast!

Þín heilsa – Þín skemmtun

Ábendingagátt