Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Upplestur ljóða og skáldsögu, fiðluleikur, tilfinningar, og álfar komu við sögu á lokahófi skapandi sumarstarfa sem haldið var í gær í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn.
Ljóst var að hæfileikabúnt leynast í Hafnarfirði þegar lokahátíð skapandi sumarstarfa var haldin í gær í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. Fjöldi fólks mætti til að fagna uppskerunni með unga fólkinu sem hefur í sumar unnið að hugðarefnum sínum – Skrifa bók, semja ljóð, hanna föt, vinna list úr tilfinningum, garni og hljóði.
Fyrst á uppskerusviðið stigu Una Mist og Kristijonas Groblys sem fluttu tónverkið Ómstaður með handgerðum hljóðfærum. Tónlistin var seyðandi, gullfalleg. Næst las Iða Ósk Gunnarsdóttir eigið ljóð en hún hefur í sumar samið meðal annars í Hellisgerði. Svo las Smári Hannesson úr bók sinni Eldar og kynnti einnig fyrstu bókina sína fyrir áhorfendum, sem hann gaf út 14 ára gamall. Tómas Vigur sló svo lokatóninn þegar hann lék Dagnýju og fleiri lög á fiðluna sína, en hann hefur í sumar haldið samskipsnámskeið fyrir unga fiðluunnendur á grunn- og miðstigi.
Þorbjörg Signý Ágústsson, leiðbeinandi starfsins, hélt opnunarræðu: „Það er svo dýrmætt að búa í samfélagi þar sem listir fá að blómstra og ungmenni fá tækifæri til að skapa, vaxa og láta ljós sitt skína. Við í bænum tölum oft um Hjarta Hafnarfjarðar — en ég tel að það hjarta slái í fólkinu hér: íbúunum, starfsfólki bæjarins og ekki síst í ungmennunum okkar sem eru framtíð og von okkar allra.“
Eftir kynninguna gafst gestum færi á að ganga um Nýsköpunarsetrið og kynnast þessum verkum betur en einnig öðrum en alls voru hóparnir níu í sumar og einstaklingarnir tíu. Þar sýndi Birta Bjarkardóttir verkefni sitt Vefnaður vætta sem snýst um að sauma fatnað huldufólks með sögum um huldufólk í Hafnarfirði til hliðsjónar. Þar var Mirra Björt Hjartardóttir með verkið sitt „Tilfinningar“, sem snýst um að styðja ung börn í að skilja eigin tilfinningar, setja sig í spor annarra og læra að tjá sig á jákvæðan og meðvitaðan hátt.
Einnig mátti hitta myndlistarkonuna Rán Sigurjónsdóttir, sem er nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Hún heldur einstaka listasýningu í The Shed í byrjun september, á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði, þar sem hún miðlar sinni sýn á heim álfanna í olíumálverkum á viðarplötur. Ekki missa af því.
Íris Egilsdóttir var á gólfinu með frábært verk en hún vinnur að því að hanna og útfæra prjónað verk úr ull, sem ber nafnið Áferð fjallanna. Það er innblásið af skuggunum, dýnamíkinni, formunum og áferðum fjallanna í kring.
Þorbjörg Signý þakkaði unga fólkinu fyrir samstarfið. „Ég hef verið svo einstaklega heppin að fá að kynnast þessum frábæra hópi og það fer ekki á milli mála að þessi hópur hefur veitt mér innblástur, og fyllt mig stolti og von. Ég hlakka svo til að fylgjast með vegferð þeirra áfram, hvert sem leiðirnar liggja. Þau eru bara svo frábær! Til ykkar langar mig að segja, takk kærlega fyrir mig. Takk fyrir traustið, spjöllin og sumarið. Og vá, hvað ég er heppin að þið eruð minn fyrsti hópur sem umsjónarmaður. Þið hafið gert sumarið mitt ómetanlega áhugavert og skemmtilegt. Ég veit að þið massið allt sem þið takið ykkur fyrir hendur. Og innilega til hamingju með sumarið og verkefnin ykkar,“ sagði hún.
Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Ungmennahús bæjarins, Hamarinn, að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-25 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Enn fá valdir hópar tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti. Starfsfólki Skapandi sumarstarfa, sem rekið er sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Þorbjörg Signý Ágústsson er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.
Já, listin á svo sannarlega framtíðina fyrir sér!
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…