Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ljósmyndaáhugi Svavars G. Jónssonar hefur nú leitt af sér að hann á vel á sjötta hundrað filmuvéla, sú elsta frá árinu 1896. Hann ætlar að sýna safnið á veitingastaðnum Ban Kúnn á Safnanótt 2025, þann 7. febrúar.
Ef þær gætu talað! er yfirskrift ljósmyndavélasýningar á veitingastaðnum Ban Kúnn í Hafnarfirði á Safnanótt 2025. Svavar G. Jónsson, eigandi myndavélanna og veitingastaðarins, sá gullið tækifæri að taka þátt Safnanótt og bjóða fólki að skoða stórbrotið myndavélasafnið.
„Upphaf þessa safns má rekja til „ljósmyndadellu“ sem ég fékk um fermingu! Já, það eru að verða 60 ár síðan, svo það kennir ýmissa grasa í safninu,“ segir Svavar. Ljósmyndavélarnar hans eru frá árinu 1896 til dagsins í dag. Þar á meðal myndavélin sem hann keypti fyrir fermingarpeningana sína.
Á sjötta hundrað myndavéla
„Á sýningunni eru á sjötta hundrað filmuvéla en tvær digital vélar fá að fljóta með. Safnið á um 60 slíkar vélar en þær eru í geymslu, þær heilla mig bara ekki eins og filmuvélin,“ lýsir Svavar.
„Það er sjarmi yfir þessum gömlu tækjum, það að dunda sér við að þrífa þær og laga smávegis er góð og skemmtileg dægrastytting. Einnig þarf auðvitað að skrá safnið, tegund, einkenni og aðra sögu vélanna eins nákvæmt og hægt er. Fyrir kemur að engar upplýsingar er að hafa um vélar nema bara tegund.“
Sýningin á Safnanótt verður á tælenska veitingastaðinn Ban Kúnn sem er við Tjarnarvelli í Hafnarfirði og hefur staðið þar í ellefu ár. Hún verður stærri í sniðum en aðra daga, en skápar fullir af vélum prýða staðinn.
Hönnun og tilraunir á bakvið hverja vél
Svavar er heillaður af myndavélum. „Margir telja að hlutir sem þeir meðhöndla dagsdaglega hafi bara orðið til og hugsa ekkert út í þá vinnu sem liggur að baki. Hönnun, framleiðsla, tilraunir og aftur tilraunir er það sem liggur að baki hverrar ljósmyndavélar,“ lýsir Svavar.
Þótt við öll berum á okkur myndavélar í símunum séu enn þónokkrir sem nýti þá gömlu tækni að taka myndir á filmur „… nokkuð sem þótti ganga næst göldrum áður fyrr,“ skrifar hann í lýsingunni á sýningunni og hvernig safnarar eins og hann hafi sankað vélum að sér. Hann ætlar að segja sögur sumra vélanna á Safnanótt.
„Það að safna myndavélum er þónokkuð útbreitt áhugamál og einnig eru erlendis sérhæfð söfn með ljósmyndabúnað og myndavélar,“ segir hann.
Svavar með vélina sem hann keypti fyrir fermingarpeningana.
Tækifæri til að njóta gamalla gripa
Gríðarleg þróun hafi orðið á síðustu árum hvað varðar myndatökur og úrvinnslu mynda eins og allir viti.
„Það er gaman að fylgjast með því þegar hingað á Ban Kúnn kemur eldra fólk með barnabörnin. Benda á og segja frá því að þau hafi átt svona eða svona myndavél. Þá spyrja börnin gjarnan en „ amma, hvar sérðu myndina?“ vön því að sjá myndir strax á símanum,“ lýsir Svavar.
„Þessi sýning er sett upp til að gefa fleirum, en mér safnaranum, tækifæri á að njóta þessara fallegu gripa. Hér eru myndavélar sem hafa verið notaðar til að taka venjulegar fjölskyldumyndir, fréttamyndir allskonar, myndir af slysum, á morðstað ( erlendis) og svo mætti lengi telja,“ segir hann.
„Ef þær gætu talað, er ég ekki viss um að vilja heyra allt sem þær hefðu að segja.“
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…
Aron Pálmarsson stendur vaktina í Jólaþorpinu í ár. Hættur í boltanum og kominn í bakkelsið. Hann hlakkar til að hitta…
Mynd með Sveinka, dönsum með VÆB-bræðrum, fáum okkur kakó og góðgæti. Frábært verður að staldra við í glerhúsunum á Thorsplani,…
Fáni Bandalags kvenna í Hafnarfirði var vígður við gleðilega stund í Kiwanishúsinu í gær. Sex kvenfélög eiga aðild að þessum…