Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 22. nóvember síðastliðinn að veita Sóltúni heilbrigðisþjónustu ehf. vilyrði til eins árs fyrir lóð nr. 43 við Hringhamar í Hamranesi. Samhliða hafa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði átt í viðræðum við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um nýja og glæsilega heilsugæslu í bæjarfélaginu til að svara einnig enn betur þörf stækkandi hóps íbúa.
Áhersla á að auka og efla þjónustu við íbúa og ört stækkandi hóp eldra fólks
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 22. nóvember síðastliðinn að veita Sóltúni heilbrigðisþjónustu ehf. vilyrði til eins árs fyrir lóð nr. 43 við Hringhamar í Hamranesi. Lóðin, sem er 6.726 m2 að stærð, er deiliskipulagi samkvæmt ætluð fyrir hjúkrunarheimili, heilsugæslu og tengda þjónustu. Hafnarfjarðarbær óskaði í sumar eftir tilboðum frá áhugasömum byggingar- og rekstraraðilum í lóðina með hugmyndum að uppbyggingu, þjónustu- og rekstrarfyrirkomulagi. Samhliða hafa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði átt í viðræðum við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um nýja og glæsilega heilsugæslu í bæjarfélaginu til að svara einnig enn betur þörf stækkandi hóps íbúa.
Á lóðinni við Hringhamar 43 er heimilt að reisa allt að fimm hæða byggingu sem inniheldur hjúkrunarheimili, heilsugæslu og þjónustu þessu tengda. Byggingarreitur lóðarinnar er rúmur og innan hans skal koma fyrir bílastæðum, útivistarsvæði, aðkomu neyðarbíla og byggingum. Gert er ráð fyrir allt að 80 hefðbundnum hjúkrunarrýmum, þar sem heimilisfólk hefur sérrými til afnota ásamt sameiginlegum svæðum og skjólsælum útisvæðum. Lóðarhafi mun sjálfur gera samning um rekstur og byggingu þjónustunnar gagnvart viðeigandi ríkisstofnun. „Lífaldur Íslendinga fer hratt hækkandi sem þýðir að það er áríðandi að mæta og sinna þörfum stækkandi hóps aldraðra með viðeigandi þjónustu. Á sama tíma og það er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt úrræði sem draga úr eftirspurn eftir dýrari þjónustuúrræðum, þá er einnig vaxandi þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða sem þarfnast sólarhringsheilbrigðisþjónustu. Við erum að svara því kalli með því að bjóða okkur fram í byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hamranesi,“ segir Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu.
Að undanförnu hafa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði átt í viðræðum við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um uppbyggingu á nýrri heilsugæslu í Hafnarfirði sem myndi þjóna allt að 20.000 manns. Miðsvæði Valla er talið hentugasta staðsetningin en fullbyggð hverfi Valla, Skarðshlíðar, Hamraness og Áslands munu telja um 13.000 íbúa. Heilsugæsla á svæðinu myndi auk þess þjóna íbúum úr öðrum hverfum bæjarins og kalla þessar tölur á rekstur nokkuð stórrar stöðvar á svæðinu. „Gríðarleg þörf er á að auka og efla þjónustu við ört stækkandi hóp íbúa og eldra fólks í samfélaginu og í takti við framtíðarsýn og nýja aðgerðaráætlun ríkisins sem ber yfirskriftina ,,Gott að eldast“. Við höfum átt gott samtal við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að undanförnu og skýr vilji beggja aðila til að byggja upp nýja og glæsilega heilsugæslu í Hafnarfirði,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Vonir standa til að ákvörðun um uppbyggingu á nýrri heilsugæslu verði tekin á allra næstu mánuðum enda um að ræða mikilvæga viðbót við þá heilsugæsluþjónustu sem þegar er í boði í bæjarfélaginu.
„Maður getur ekki hætt að brosa,“ segir ein aðalleikkona söngleikjarins West Side Story sem nemendur 10. bekkjar Víðistaðaskóla frumsýna á…
Samfélagslöggurnar okkar eru orðnar fjórar. Starfið hefur því verið eflt til muna, en þær voru tvær. Löggurnar fara á milli…
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 29. janúar síðastliðinn kauptilboð í húsnæði Kænunnar að Óseyrarbraut 2. Fyrirtækið Matbær…
Hafnarfjarðarbær er stór vinnustaður. Leit stendur meðal annars yfir að kennurum, verkefnastjóra, sviðsstjóra, safnstjóra, skrifstofustjóra, tónmenntakennara, skóla- og frístundaliða, þroskaþjálfa…
Á Út um allt má finna yfir 30 útivistarsvæði og 40 göngu- og hjólaleiðir um allt höfuðborgarsvæðið, og mun bætast…
Vetrarhátíð 2025 er haldin um helgina, dagana 6.–9. Febrúar, í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs ár…
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur þann 6. febrúar ár hvert. Í aðdraganda dagsins og á deginum sjálfum leitast starfsfólk og…
Athygli er vakin á því að á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, hefur verið gefin út rauð viðvörun vegna veðurs á…
Leikskólinn Stekkjarás fagnar 20 ára afmæli þetta skólaárið og var blásið í lúðra og afmælinu fagnað í dag í prúðbúnum…
Tilkynning frá Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins. Vinsamlegast athugið að aðstæður geta breyst og verða uppfærðar eftir þörfum. Veðurstofa Íslands hefur gefið út…