Nýr tómstundavefur kominn í loftið

Fréttir

Opnaður hefur verið nýr og metnaðar­fullur tómstundavefur hjá Hafnar­fjarðarbæ. Vefurinn hefur að geyma allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu og er hægt að sía framboð íþrótta og frístunda eftir aldri.

Greiðari aðgangur að upplýsingum á einum stað

Opnaður hefur verið nýr og metnaðar­fullur tómstundavefur hjá Hafnar­fjarðarbæ. Vefurinn hefur að geyma allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu og er hægt að sía framboð íþrótta og frístunda eftir aldri.

Öll félög, fyrirtæki og samtök í Hafnarfirði hafa verið hvött til að skrá upplýsingar um allt það sem í boði er hjá þeim og veltur efni og innihald á virkni og skráningu allra þeirra sem bjóða upp á námskeið og tómstundir innan Hafnarfjarðar. „Við erum með þessu að svara ákalli íbúa, ungmenna sveitarfélagsins m.a. frá ungmennaráði og frá ungmennaþingi 2022 og fjöl­menningarráðs um betra aðgengi að upplýsingum um það sem er í boði innan bæjarmarkanna. Það er svo mikið í boði alls staðar og jákvætt að auðvelda íbúum leitina að tómstund eða íþrótt við hæfi,“ segir Stella B. Kristinsdóttir fagstjóri frístundastarfs og forvarna hjá Hafnarfjarðarbæ.

Draumurinn er að hafa allt á einum stað

Markmiðið með nýjum tómstundavef er að bæta aðgengi að upplýsingum um framboð á íþrótta- og tómstundastarfi í Hafnarfirði. Bundnar eru vonir við að til framtíðar litið muni íbúar geta gengið að því vísu að upplýsingar um flest allt frístundastarf og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu allt árið um kring fyrir alla aldurshópa verði aðgengilegar á einum og sama staðnum. Þau félög, samtök og stofnanir sem enn eiga eftir að skrá upplýsingar um sitt framboð t.d. í sumar geta enn gert það í gegnum nýja vefinn: www.tomstund.is og þurfa sjálf að passa upp á uppfærslu upplýsinga. „Þetta er samstarfsverkefni okkar allra,“ segir Stella.

Heimsækja nýjan tómstundavef 

Kynning í blaðinu Hafnfirsk æska sem gefið er út af Fjarðarfréttum 22. maí 2023

Ábendingagátt