Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Opnaður hefur verið nýr og metnaðarfullur tómstundavefur hjá Hafnarfjarðarbæ. Vefurinn hefur að geyma allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu og er hægt að sía framboð íþrótta og frístunda eftir aldri.
Öll félög, fyrirtæki og samtök í Hafnarfirði hafa verið hvött til að skrá upplýsingar um allt það sem í boði er hjá þeim og veltur efni og innihald á virkni og skráningu allra þeirra sem bjóða upp á námskeið og tómstundir innan Hafnarfjarðar. „Við erum með þessu að svara ákalli íbúa, ungmenna sveitarfélagsins m.a. frá ungmennaráði og frá ungmennaþingi 2022 og fjölmenningarráðs um betra aðgengi að upplýsingum um það sem er í boði innan bæjarmarkanna. Það er svo mikið í boði alls staðar og jákvætt að auðvelda íbúum leitina að tómstund eða íþrótt við hæfi,“ segir Stella B. Kristinsdóttir fagstjóri frístundastarfs og forvarna hjá Hafnarfjarðarbæ.
Markmiðið með nýjum tómstundavef er að bæta aðgengi að upplýsingum um framboð á íþrótta- og tómstundastarfi í Hafnarfirði. Bundnar eru vonir við að til framtíðar litið muni íbúar geta gengið að því vísu að upplýsingar um flest allt frístundastarf og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu allt árið um kring fyrir alla aldurshópa verði aðgengilegar á einum og sama staðnum. Þau félög, samtök og stofnanir sem enn eiga eftir að skrá upplýsingar um sitt framboð t.d. í sumar geta enn gert það í gegnum nýja vefinn: www.tomstund.is og þurfa sjálf að passa upp á uppfærslu upplýsinga. „Þetta er samstarfsverkefni okkar allra,“ segir Stella.
Heimsækja nýjan tómstundavef
Kynning í blaðinu Hafnfirsk æska sem gefið er út af Fjarðarfréttum 22. maí 2023
Menningarhátíðin Bjartir dagar hefst í Hafnarfirði á 115 ára afmælisdegi bæjarins á morgun fimmtudaginn 1. júní. Hátíðin fagnar 20 ára…
Hafnarfjarðarbær og RannUng hafa skrifað undir samstarfssamning með áherslu á starfshætti leikskóla, yngsta stigs grunnskóla og frístundaheimila Hafnarfjarðarbæjar. Samstarfið tengist…
Hafnarfjarðarhlaupið verður haldið í fyrsta skipti að kvöldi fimmtudagsins 8. júní. Miðpunktur hlaupsins verður á Thorsplani, en þar mun hlaupið…
Vignir Vatnar Stefánsson nældi í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir hreint magnaðan lokadag á Íslandsmótinu í skák að Ásvöllum í Hafnarfirði…
Vinnuskóli Hafnarfjarðar er hugsaður sem fyrsti vinnustaður ungmenna þar sem þau fá að upplifa það að vera á vinnumarkaði og…
Síðan 2021 hefur Hafnarfjarðarbær starfrækt Skapandi sumarstörf í annarri mynd en áður var. Hafnarfjörður mun iða af sköpun í sumar,…
Grunnskólaskákmót Hafnarfjarðar fyrir elstu nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar fór fram miðvikudaginn 10. maí síðastliðinn í Hvaleyrarskóla. Skákmótið var haldið á…
Fjölbreytt námskeið og sumartómstund standa börnum og ungmennum á aldrinum 6-13 ára til boða á vegum Hafnarfjarðarbæjar sumarið 2023. Mikil…
Dreifing á nýjum tvískiptum sorpílátum hófst á Holtinu í Hafnarfirði í gær. Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona, kennari og íbúi á…
Dreifing á nýjum sorpílátum hófst í Hafnarfirði í morgun og ef allt gengur áætlunum samkvæmt mun dreifingu ljúka á Völlunum…