Nýtt knattspyrnuhús mun gjörbreyta iðkun og aðstöðu á Ásvöllum

Fréttir

Þann 29. nóvember síðastliðinn var undirritaður samningur á milli Hafnarfjarðarbæjar og Íslenskra aðalverktaka – ÍAV um byggingu knatthúss að Ásvöllum. Hafnarfjarðarbær og Knattspyrnufélagið Haukar undirrituðu í upphafi árs framkvæmdasamning um byggingu knatthúss á Ásvöllum. Bygging hússins var boðin út á haustmánuðum og mun ÍAV fara af stað með framkvæmdir fljótlega.

 

Þann 29. nóvember síðastliðinn var undirritaður samningur á milli Hafnarfjarðarbæjar og Íslenskra aðalverktaka – ÍAV um byggingu knatthúss að Ásvöllum. Hafnarfjarðarbær og Knattspyrnufélagið Haukar undirrituðu í upphafi árs framkvæmdasamning um byggingu knatthúss á Ásvöllum. Samhliða afhenti félagið óbyggða lóð til Hafnarfjarðarbæjar undir uppbyggingu á 100-110 íbúðum. Með þessari eftirgjöf skapaðist aukið svigrúm til að hraða uppbyggingu knatthússins. Bygging hússins var boðin út á haustmánuðum og mun ÍAV fara af stað með framkvæmdir fljótlega.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Þóroddur Ottesen Arnarson forstjóri ÍAV handsala samning um uppbyggingu knatthúss á Ásvöllum.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Þóroddur Ottesen Arnarson forstjóri ÍAV handsala samning um uppbyggingu knatthúss á Ásvöllum. Hér með Kristni Andersen forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og Magnúsi Gunnarssyni framkvæmdastjóra Hauka. 

Draumur Hauka verður að veruleika

Haukar hafa lengi beðið eftir bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á Ásvöllum og með tilkomu glæsilegs knatthúss verður sá draumur að veruleika. Unnið hefur verið að hönnun knatthússins allt frá árinu 2018 samhliða því sem unnið var að ítarlegu mati á umhverfisáhrifum knatthússins, eins og gerð var krafa um. Á næstu dögum munu starfsmenn ÍAV hefja undirbúning að framkvæmdum, en að tveimur árum liðnum er gert ráð fyrir að taka knatthúsið í notkun. Hafnarfjarðarbær hefur löngum verið mikill íþróttabær og hefur árum saman alið af sér meistara á nær öllum sviðum íþróttalífsins. Þar spila Haukar stórt hlutverk með faglegu félagsstarfi og öflugu stuðningsneti. Glæsileg mannvirki hafa risið á Ásvöllum síðustu áratugina og nýtt og glæsilegt knattspyrnuhús mun gjörbreyta allri aðstöðu knattspyrnudeildar Hauka í mjög vaxandi hluta Hafnarfjarðar þar sem ný íbúðahús rísa af miklum krafti í Skarðshlíð, Hamranesi og víðar.

Hafnarfjarðarbær og Knattspyrnufélagið Haukar undirrituðu í upphafi árs framkvæmdasamning um byggingu knatthúss á Ásvöllum. Rósa bæjarstjóri hér með Magnúsi Gunnarssyni framkvæmdastjóra Hauka

Hafnarfjarðarbær og Knattspyrnufélagið Haukar undirrituðu í upphafi árs framkvæmdasamning um byggingu knatthúss á Ásvöllum. Rósa bæjarstjóri hér með Magnúsi Gunnarssyni framkvæmdastjóra Hauka.

Áfram Haukar!

Ábendingagátt