Samningur undirritaður og verkfalli aflýst

óflokkað

Hafnarfjarðarbær og Verkalýðsfélagið Hlíf hafa skrifað undir samning vegna félagsfólk Hlífar í leikskólum Hafnarfjarðar. Vinnustöðvun, sem hefjast átti næstkomandi fimmtudag, hefur verið aflýst. Foreldrar og forsjáraðilar leikskólabarna í Hafnarfirði geta því andað léttar.

Fyrirhugaðri vinnustöðvun aflýst

Hafnarfjarðarbær og Verkalýðsfélagið Hlíf hafa skrifað undir samning vegna félagsfólk Hlífar í leikskólum Hafnarfjarðar. Vinnustöðvun, sem hefjast átti næstkomandi fimmtudag, hefur verið aflýst. Foreldrar og forsjáraðilar leikskólabarna í Hafnarfirði geta andað léttar.

Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst um miðja viku

Hlíf mun kynna samninginn fyrir sínu félagsfólki á næstu dögum og mun atkvæðagreiðla um samninginn hefjast um miðja viku. Félagið telur samninginn vel ásættanlegan og að allflestum samningsmarkmiðum hafi verið náð. Mikilvægasta ákvæðið snýr að tryggingu undirbúningstíma leikskóla- og frístundaliða og stuðningsfulltrúa í leikskólum.

Tilkynning á vef Hlífar 

Ábendingagátt