Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Rammaskipulagið er stefnumótandi framtíðarsýn um heildaryfirbragð hafnarsvæðisins þar sem gerð er grein fyrir öllum helstu efnistökum við uppbyggingu sem síðan verður útfærð nánar í deiliskipulagi. Við tekur nú aðalskipulagsferli og síðan deiliskipulagsvinna fyrir einstaka reiti.
„Nýtt rammaskipulag markar tímamót. Nú getum við hafist handa við uppbyggingu á hafnarsvæðinu okkar“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar sem er ánægð með þá vinnu og þá framtíðarsýn sem nýtt rammaskipulag felur í sér. „Hafnarsvæðið býður upp á mikla möguleika og tækifæri bæði til búsetu og rekstrar og efa ég ekki að eftirspurn eftir íbúðum og lóðum eigi eftir að vera mikil. Þarna mun rísa skapandi og skemmtilegt hverfi sem hefur sterka tengingu við sögu, sjóinn og miðbæinn.“
Blönduð byggð í sátt við aðliggjandi hverfi og hafnarstarfsemi
Markmið rammaskipulags fyrir hafnarsvæðið er að endurmóta uppbyggingu við Fornubúðir, Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði með blandaðri byggði í sátt við aðliggjandi hverfi og hafnarstarfsemi. Til stendur að skapa heildstæðari byggð í anda sögu og umhverfisgæða staðarins með betri landnotkun og nýtingu innviða. Áhersla er lögð á að rekstur fyrirtækja á hafnarsvæðinu verði tryggður og að þar sé gott viðlegu- og þjónustusvæði fyrir minni fiskiskip, smábátaútgerð og skemmtibáta. Rammaskipulagstillagan endurspeglar markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins með tilliti til þéttingar byggðar á fyrirhuguðum þróunar- og samgönguási. Áhersla er lögð á vistvænar samgöngur, m.a. með góðum tengingum við aðliggjandi byggð s.s. hjóla- og göngustíga og nálægð við biðstöð Borgarlínu á Strandgötu. Meðfram hafnarbakkanum er komið fyrir bryggjupöllum sem mynda samfellda gönguleið frá miðbæ að Fornubúðum 5 og tengjast útivistarsvæði og torgum. Opin svæði og sjónlínur milli húsa tryggja að sjónræn tengsl verði á milli hafnarinnar og byggðar ofan í hlíðinni.
Kynningarmyndband arkitekta um útlit og umgjörð rammaskipulagsins sem einnig sýnir sögu, starfsemi og framtíðarsýn Hafnarfjarðarhafnar.
Ára langur undirbúningur
Frá árinu 2003 hefur með nokkrum hléum verið unnið að undirbúningi fyrir nýtt rammaskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis. Haustið 2014 var haldin opinn íbúafundur um framtíð hafnarsvæðisins og í framhaldinu unnin forsögn fyrir svæðið. Í ársbyrjun 2018 var auglýst opin hugmyndasamkeppni þar sem tvær tillögur báru sigur bítum. Ákveðið var að sameina vinningstillögurnar í eina og byggir þetta rammaskipulag á niðurstöðum þeirrar vinnu. Til að skapa góðan hljómgrunn og sátt um rammaskipulagið voru haldnir fjórir samráðsfundir fyrir íbúa, lóðarhafa, eigendur fyrirtækja og aðra hagsmunaaðila. Á fundi bæjarstjórnar í dag var árangur þessarar vinnu skjalfestur í formi nýs rammaskipulags sem nú fer í aðalskipulagsferli og deiliskipulagsvinnu.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…