Sífellt fleiri vinnustaðir verða heilsueflandi

Fréttir

45 af 60 vinnustöðum Hafnarfjarðar eru orðnir heilsueflandi, þar af allir grunnskólar bæjarfélagsins. Verkefnið Hafnarfjörður – heilsueflandi vinnustaður var ýtt úr vör í maí 2022. Það setur heilsu, vellíðan og velferð starfsfólks á dagskrá. Innleiðingunni lýkur í lok sumars.

 

Vinnustaðir leggja áherslu á góða heilsu

45 af 60 vinnustöðum Hafnarfjarðar eru orðnir heilsueflandi, þar af allir grunnskólar bæjarfélagsins. Verkefnið Hafnarfjörður – heilsueflandi vinnustaður var ýtt úr vör í maí 2022. Það setur heilsu, vellíðan og velferð starfsfólks á dagskrá. Innleiðingunni lýkur í lok sumars. Verkefnið Heilsueflandi vinnustaður er á vegum Embættis Landlæknis.

Allir grunnskólar Hafnarfjarðar eru orðnir heilsueflandi á einn eða annan hátt og samtals 45 af 60 vinnustöðum bæjarins. Átta þættir einkenna heilsueflandi vinnustaði:

  • Holt mataræði
  • Stjórnunarhættir sem styðja heilsueflingu
  • Vellíðan starfsfólks
  • Starfshættir sem stuðla að vellíðan og hæfilegu álagi
  • Hreyfing og útivera eftir því sem við á
  • Öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi
  • Áfengis-, tóbaks- og vímuefnalaus vinnustaður
  • Umhverfisvernd

Heilsueflandi vinnustaður hentar öllum vinnustöðum óháð stærð, atvinnugrein eða staðsetningu. Hver vinnustaður getur nýtt viðmið Heilsueflandi vinnustaðar út frá þörfum sínum, forsendum og möguleikum. Ávinningur vinnustaða og starfsfólks af því að huga að heilsunni er óumdeilanlegur og kristallast í eftirfarandi atriðum þegar vel tekst til:

  • Aukin vellíðan í starfi og meiri starfsánægja
  • Betri heilsa
  • Bætt andleg líðan
  • Aukin líkamleg færni
  • Aukin helgun í starfi
  • Bætt félagsleg tengsl og samskipti á vinnu

Hver vinnustaður velur sér áhersluþætti. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, verkefnastjóri heilsueflandi vinnustaða, styður stjórnendur við innleiðinguna svo hún sé sem einföldust og árangursríkust. Menningin á vinnustöðunum taki breytingu til hins betra þegar þar séu markmið og því fylgt eftir að þeim sé náð. Innleiðingin var sett til tveggja ára en ásetningurinn er að Hafnarfjörður reki heilsueflandi vinnustaði til framtíðar.

Heilsueflandi vinnustaður er verkfæri sem gerir vinnustöðum kleift að nálgast viðfangsefnið markvisst og skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að bættri heilsu og vellíðan. Ef vel tekst til getur það fyrirbyggt kulnun og minnkað brottfall af vinnumarkaði.

Markmiðið er: Bætt heilsa, aukin vellíðan og starfsánægja, færri slys og sjúkdómar, aukin starfsgeta, aukin framleiðni, færri fjarvistir og veikindadagar, aukin hugmyndaauðgi og nýsköpun svo fátt eitt sé nefnt.

Heilsuefling á vinnustöðum er góð fjárfesting í mannauði.

Ábendingagátt