Sigurvegarar í Söngkeppni Hafnarfjarðar 2024

Fréttir

Fulltrúar Mosans og Hraunsins sigruðu í Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar sem haldin var í Bæjarbíói miðvikudaginn 20. mars. Sigurvegararnir tryggðu sér keppnisrétt í söngkeppni Samfés sem haldin verður í Laugardalshöll laugardaginn 4. maí.

Hæfileikarríkir söngvarar skinu skært í Bæjarbíói

Hjörleifur Daði Oddsson og Birna Lára Sigurðardóttir frá félagsmiðstöðinni Hrauninu og Sara Karabin frá félagsmiðstöðinni Mosanum deildu fyrsta sætinu í Söngkeppni Hafnarfjarðar. Þau Hjörleifur og Birna Lára fluttu lagið When I Was Your Man með Bruno Mars en Sara Karabin söng Back to Black með Amy Winehouse. Söngkeppni Hafnarfjarðar var haldin um miðja síðustu viku í Bæjarbíói. Afar hæfileikaríkur hópur hafnfirskra ungmenna steig á svið.

11 fulltrúar í níu atriðum

Níu atriði voru flutt og tóku 11 söngvarar þátt. Ísól Eyja Brown frá félagsmiðstöðinni Núinu varð í 2. sæti með lagið Stay með Rihönnu. Sonja Laura Krasko frá félagsmiðstöðinni Mosanum varð í 3. sæti og söng lagði The Villan I Appear To Be með Connor Spiotto. Dómnefndina skipuðu Sigga Ózk söngkona, Anna Lovísa Þorláksdóttir, tómstundafræðingur og grunnskólakennari, og Katrín Hildur Jónasdóttir, söngkona og meðlimur í Rokkkór Íslands.

Bæði atriðin í 1. sæti komast áfram í söngkeppni Samfés. Sú afar vinsæla keppni verður haldin í Laugardalshöll laugardaginn 4. maí.

  1. Karen Hrönn Guðjónsdóttir frá félagsmiðstöðinni Ásinum með lagið Íslensk kona í útgáfu Guðrúnar Árnýjar.
  2. Hrafnhildur Björk Ragnarsdóttir frá félagsmiðstöðinni Hrauninu með lagið Born to be alive með Bee and her Business.
  3. Sara Karabin frá félagsmiðstöðinni Mosanum með lagið Back to Black með Amy Winehouse.
  4. Hjörleifur Daði Oddsson og Birna Lára Sigurðardóttir frá félagsmiðstöðinni Hrauninu með lagið When I was your man með Bruno Mars.
  5. Áróra Sif Rúnarsdóttir og Dögun Oddsdóttir frá félagsmiðstöðinni Núinu með lagið Halleluja í útgáfu Alexandra Burke.
  6. Elísabet Benný Kristófersdóttir frá félagsmiðstöðinni Verinu með lagið Djúp sár gróa hægt með Bríeti.
  7. Ísól Eyja Brown frá félagsmiðstöðinni Núinu með lagið Stay með Rihanna.
  8. Sólrún Eva Hannesdóttir frá félagsmiðstöðinni Mosanum með lagið Ho hey með The Lumineers.
  9. Sonja Laura Krasko frá félagsmiðstöðinni Mosanum með lagið The Villan I Appear To Be með Connor Spiotto.

Innilega til hamingju öll. Við hlökkum til að fylgjast með Samfés!

Ábendingagátt