Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 26. apríl sl.að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Áslands 4. áfanga í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Breytingarnar eru:

  • byggingarreitur leikskólans er stækkaður og bílastæði færð til
  • göngubrú yfir Ásvallabraut færð til suð- vesturs við hringtorgið
  • byggingarreitir raðhúsa við Axlarás stækka, fjölgar og hluti þeirra verður á tveimur hæðum
  • lóð við Skógarás 2 stækkar
  • einbýli við Virkisás 20 verður einnar hæða
  • einbýli við Hryggjarás 17 og 19 verða einnar hæða
  • einbýli nr. 17-33 ofan götu við Virkisás og Hryggjarás 21 fá val um að byggja einnar eða tveggja hæða hús
  • feldur er niður göngustígur í grænum geira milli Axlarás og Ásvallabrautar

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði Norðurhellu 2, frá 11. maí 2023. Einnig er hægt að kynna sér tillögurnar hér að neðan.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en 26. júní 2023 á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða stílaðar á:

Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður

Ábendingagátt