Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fyrirtæki og einstaklingar fengu í gær viðurkenningar fyrir snyrtimennsku við eignir sínar. Snyrtileikinn 2025 fór fram í Hellisgerði að vanda.
Fulltrúar fyrirtækja og einkaheimila fögnuðu saman þegar uppskeru Snyrtileikans 2025 var hampað í gær, fimmtudag, í Hellisgerði.
Sól Restaurant, Fléttuvellir 15, Furuvellir 20, Heiðvangur 5, Áshamar 12-26 og 50, Borgarhella 1, 3 og 5 og kaffibarinn Barbara fengu öll viðurkenningu. Stundin var frábær og hlý þótt nokkuð haustlegt hafi verið um að litast. Fólk varðist kuldanum undir skyggni sviðsins í þessum frábæra listigarði okkar Hafnfirðinga.
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, afhenti viðurkenningarnar. Hún sagði við athöfnina Snyrtileikann vettvang þar sem kraftur íbúa, fyrirtækja og félaga skini í gegn.
„Það er ánægjulegt að sjá hversu margar tilnefningar bárust í ár og hversu fjölbreytt framlagið er; fallegir garðar og götumyndir, vönduð nýbygging, snyrtilegar atvinnulóðir og frumkvöðlastarf sem dregur græn gildi inn í daglegt líf,“ sagði hún áður en hún afhenti hverjum og einum viðurkenningarskjalið. Fegurðin byggi víða í Hafnarfirði.
„Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra — og líkt og við segjum gjarnan: Margt smátt gerir eitt stórt.“
Já, hvert handtak gerir bæinn betri! Til hamingju öll.
Opnunarhelgi Jólaþorpsins á Thorsplani var stórkostleg skemmtun. Þúsundir heimsótti hjarta Hafnarfjarðar heim og nutu stundarinnar saman.
Slökkvistöð á Völlunum í Hafnarfirði er komin á brunavarnaáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, SHS. Stefnt er að því að hún rýsi á…
Heimar og himingeimar, Vegan-festival, listamannaspjall, kvöldsund í Ásvallalaug og kveðjuleikur Arons Pálmarssonar. Já, það er nóg um að vera í…
Skert opnun verður í Ásvallalaug helgina 28. og 29. júní og lokar laugin kl. 12.30 báða daga. Ástæðan er sundmót…
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 7. maí. Formlegur fundur hefst kl. 14 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.
Hátt í eitt hundrað mættu í Bæjarbíó og fylgdust með umræðu um heilbrigða skjánotkun barna. Yfirskriftin var Horfumst í augu.…
Hópur nemenda úr grunnskólum Hafnarfjarðar tóku á föstudag þátt í lýðræðisfundi Barnaheilla. Barnaheill hefur hafið herferðina #ÉGLOFA sem er vitundarvakning á…
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 12. febrúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.
10. bekkur Víðistaðaskóla sýnir stórsöngleikinn Saga úr Vesturbænum, WEST SIDE STORY, eftir Sondheim og Bernstein 14.-16. febrúar. Sýningarnar verða fimm…