Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Stafrænt ferðalag Hafnarfjarðarbæjar hófst á haustmánuðum 2019 með áherslubreytingum og stofnun á nýju sviði þjónustu og þróunar. Á þessum rétt rúmum fjórum árum hefur margt áunnist og stafrænir sigrar verið bæði stórir og smáir. Nýjasti stafræni sigurinn snýr að stafvæðingu byggingarleyfisumsókna sem er að spara sveitarfélaginu umtalsverðar fjárhæðir árlega.
Stafrænt ferðalag Hafnarfjarðarbæjar hófst á haustmánuðum 2019 með áherslubreytingum og stofnun á nýju sviði þjónustu og þróunar. Á þessum rétt rúmum fjórum árum hefur margt áunnist og stafrænir sigrar verið bæði stórir og smáir. Nýjasti stafræni sigurinn snýr að stafvæðingu byggingarleyfisumsókna sem talið er að spari sveitarfélaginu allt að 14,7 milljónir árlega. Hafnarfjarðarbær mælir ávinning og árangur stærri stafrænna verkefna með aðstoð KPMG og var ávinningur þessa verkefnis metinn þegar komin var nokkurra mánaða reynsla.
Forgangsröðun í stafrænum umbreytingum er mikilvæg. Sum verkefnanna geta verið mjög mikilvæg en flókin og erfið í framkvæmd og er aukin stafvæðing byggingarmála gott dæmi um slík verkefni. Á árinu 2023 var áhersla lögð á samstarf allra hlutaðeigandi aðila við markvissa stafvæðingu byggingaleyfaferilsins. Nýlegt ávinningsmat leiðir í ljós að stafvæðingin skilar sveitarfélaginu árlegum ávinningi upp á allt að 14,7 milljónir króna (m.kr.). Verkefnið var unnið með fyrirtækinu Taktikal, sem bjó yfir sannreyndri tæknilausn, í samstarfi við Reykjanesbæ sem hefur að mörgu leyti leitt þessar breytingar. Breytt ferli er að skila Hafnarfjarðarbæ áþreifanlegum árangri, ekki bara í þjónustuupplifun heldur hagræðingu í tíma starfsfólks og umsækjenda, kostnaði, prentun og ekki síst umhverfislega.
Niðurstöður ávinningsmatsins byggja m.a. á samtölum við starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og samtölum við byggingarstjóra, hönnuði og iðnmeistara sem hafa sótt um byggingarleyfi fyrir og eftir breytingar. Áætlaður ábati er varlega áætlaður þar sem ekki er gert ráð fyrir aukningu á fjölda umsókna, jaðartilvika né breyttu verklagi sem getur skilað enn betri ábata. Ávinningur og árangur stafvæðingar byggingaleyfisumsókna er hvati til fleiri verkefna og stafrænna skrefa sem tekin vera á næstu vikum, mánuðum og árum.
Verkefnasaga um innleiðinguna
Verkefnasögur | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)
Hafnarfjarðarbær og Framtíðar fólk ehf. hafa undirritað þjónustusamning um rekstur leikskólans Áshamars í Hafnarfirði. Hann verður 19. leikskólinn í bæjarfélaginu.
Nærri níu af hverjum tíu íbúum eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað eða 88%. Þá eru 86% íbúa ánægðir með…
Gera má ráð fyrir að áfram verði tafir á sorphirðu þessa vikuna. Fundað var með forsvarsmönnum Terra nú síðast í…
Við íbúar Hafnarfjarðar fáum tækifæri til að hafa áhrif á uppfærða umhverfis- og auðlindastefnu. Hægt er að koma með hugmyndir…
Skipaður hefur verið starfshópur sem finna á nýjum golvelli stað í landi Hafnarfjarðar. Samráð verður haft við hagsmunaaðila.
„Þótt námskeiðið sé fyrir ung börn er þetta svo mikið gert fyrir foreldra,“ segir María Gunnarsdóttir, sem heldur tónlistarnámskeið fyrir…
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…