Aðstoðardeildarstjóri tómstundarmiðstöðvar – Öldutúnsskóli

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 28.06.2024

Umsóknarfrestur til: 15.07.2024

Tengiliður: Kristján Hans Óskarsson

 

Við í Öldutúnsskóla auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum aðstoðardeildarstjóra til starfa. Um er að ræða 50 – 100% starf.

Í tómstundamiðstöðinni er starfsemi frístundaheimilis fyrir 6 – 9 ára börn og félagsmiðstöð fyrir 10 – 16 ára börn. Markmið tómstundamiðstöðvarinnar er að gefa börnum og unglingum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.

Aðstoðardeildarstjórastaðan snýr að frístundaheimilinu Selinu. Í frístundaheimilinu Selinu er boðið uppá fjölbreytt tómstundastarf fyrir nemendur á aldrinum 6 – 9 ára eftir að hefðbundnum skóladegi líkur til klukkan 17:00 alla virka daga, óháð getu, þroska eða fötlun en sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við alla hópa.

Í Öldutúnsskóla er lögð áhersla á skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið í senn áhugavert og skemmtilegt. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og fjölbreytta kennsluhætti. Rík áherslu er lögð á teymisvinnu

Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni og vellíðan og grundvallast starf skólans af þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Skólinn leggur ríka áherslu á umhverfismál og hefur tekið á móti Grænfánanum fimm sinnum.

Í Öldutúnsskóla eru um 620 nemendur í 1. – 10. bekk.

Verkefni aðstoðardeildarstjóra

Aðstoðardeildarstjóri tekur þátt í að skipuleggja og móta fjölbreytta dagskrá í samstarfi við samstarfsmenn og börnin sem tekur mið af áhugamálum þeirra hverju sinni. Hann ber ábyrgð á öryggi og vellíðan barna og starfsfólks, skapar andrúmsloft sem einkennist af gagnkvæmri virðingu, jákvæðum samskiptum og lýðræðislegum vinnubrögðum. Hann vinnur náið með deildarstjóra tómstundamiðstöðvar og sér um skipulagningu, undirbúning og framkvæmd á fjölbreyttu tómstundastarfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón og ábyrgð með starfsemi frístundaheimilisins ásamt deildarstjóra.
  • Sinnir forvarna- og fræðslustarfi um ýmis málefni sem tengjast börnum.
  • Skipulagning og framkvæmd verkefna og viðburða.
  • Sér til þess að upplýsingaflæði til barna, foreldra og samstarfsaðila sé virkt.
  • Stýrir verkaskiptingu milli starfsmanna og veitir leiðsögn um framkvæmd starfseminnar.
  • Stuðlar að góðu samstarfi við ýmsa aðila, s.s. foreldra, skóla, félagsþjónustu, önnur frístundaheimili og aðrar stofnanir og samtök sem vinna að málefnum barna.
  • Starfar með nemendum með sértækan vanda.
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og samkvæmt starfslýsingu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Bakkalár háskólapróf s.s. á sviði uppeldis og menntunarfræða, tómstundarfræði eða annað háskólanám sem nýtist í starfi.
  • Skipulags- og stjórnunarhæfileikar.
  • Reynsla og áhugi af starfi með börnum og ungmennum.
  • Áhugi á málefnum barna og forvörnum.
  • Þekkingu á að vinna með hópastarf.
  • Reynsla af þverfaglegu samstarfi.
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið í frístundaheimili.
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi.
  • Almenn tölvukunnátta.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði.
  • Samskipta- og samstarfshæfni í mannlegum samskiptum.

Ef þetta er eitthvað sem vekur áhuga þinn hafðu endilega samband við okkur.

Nánari upplýsingar veitir Kristján Hans Óskarsson, deildarstjóri tómstundar, í síma 664-5712 og í gegnum tölvupóst kristjan.oskarsson@oldutunsskoli.is og Valdimar Víðisson, skólastjóri, í síma 664-5898 og í gegnum tölvupóst valdimar.vidisson@oldutunsskoli.is

Umsóknarfrestur er til 15. júlí 2024

Greinargóð ferilsskrá fylgi umsókn.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

 

 

Önnur störf