Deildarstjóri á yngsta stigi – Engidalsskóli

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 18.06.2024

Umsóknarfrestur til: 02.07.2024

Tengiliður: Margrét Halldórsdóttir

Engidalsskóli óskar eftir að ráða drífandi og kraftmikinn deildarstjóra á yngsta stigi, 100% staða sem skiptist í kennslu og stjórnun (40%).

Engidalsskóli var stofnaður árið 1978, skólinn var sameinaður Víðistaðaskóla fyrir um áratug en endurheimti sjálfstæði sitt aftur haustið 2020 og er mikið uppbyggingarstarf í gangi. Skólinn er lítill og notalegur, hann sækja nemendur í 1.-7. bekk. Næsta vetur verða nemendur um 220.

Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, teymisvinnu og velferð og vellíðan nemenda og starfsmanna. Skólinn er heilsueflandi, flaggar Grænfána og er að taka fyrstu skrefin í innleiðingu leiðsagnarnáms. Skólinn starfar samkvæmt Uppeldi til ábyrgðar. Við leggjum mikla áherslu á lestrarnám og er lestur eina heimanám nemenda. Við skólann er einstaklega skemmtileg skólalóð sem býður upp á fjölbreytta möguleika til leikja og útikennslu. Góður starfsandi og jákvæð samskipti eru meðal allra sem í skólanum starfa. Við leitum að fólki sem vill taka þátt í að byggja upp öflugt skólastarf með okkur.

Leiðarljós skólans eru: Ábyrgð – Virðing – Velíðan

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.engidalsskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Annast deildarstjórn á yngsta stigi
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Vinnur að mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila
  • Vinnur að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- eða kennslufræði
  • Farsæl kennslu- og/eða stjórnunarreynsla í grunnskóla
  • Leiðtogafærni og hæfni til að leiða framsækið skólastarf
  • Hæfni í að leysa ágreining og sætta ólík sjónarmið
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileikar
  • Reynsla af teymisvinnu kostur
  • Lipurð í samskiptum og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Þekking og/eða reynsla af hugmyndafræðinni Uppeldi til ábyrgðar æskileg.
  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku

Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Halldórsdóttir, skólastjóri, í síma 5554433, margreth@engidalsskoli.is

Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí 2024, ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2024 eða nánara samkomulagi.

Umsókninni skal fylgja greinargóð ferilsskrá og leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari auk annarra gagna er málið varðar.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins

Önnur störf