Deildarstjóri – Leikskólinn Hörðuvellir

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 21.06.2024

Umsóknarfrestur til: 05.07.2024

Tengiliður: Jóna Elín Pétursdóttir

Leikskólinn Hörðurvellir óskar eftir að ráða deildarstjóra í fullt starf,

Leikskólinn Hörðuvellir er fjögurra deilda leikskóli með um 75 börn á aldrinum ca 18 mán – 6 ára. Hörðuvellir eru á fallegum útsýnisstað í hjarta bæjarins. Umhverfis lóðina eru Lækurinn og hraunið með fallegum lautum sem kjörið er til vettvangsferða og náttúruskoðunar.

Einkunnarorð leikskólans er: LEIKUR-REYNSLA -ÞEKKING, hinn frjálsi leikur er helsta námsleið barnanna í gegnum hann öðlast börnin reynslu og þekkingin eykst með árunum. Einnig er unnið að sameiginlegu átaki innan Hafnarfjarðar sem ber heitið“ Lestur er lífsins leikur.“

Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og Þroskaþjálfafélaginu hefur kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir starfsmenn taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrarfrí er í grunnskólum, í dymbilviku og með lengri fjarveru á sumrin. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar
  • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum
  • Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl
  • Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem kennari (Leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta

Fríðindi í starfi:

  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • 75% afsláttur af leikskólagjöldum 
  • Forgangur á leikskóla
  • Bókasafnskort
  • Sundkort

Fáist ekki starfsmenn með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, þó þeir hafi ekki kennsluréttindi.

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Starfið er laust frá 6. ágúst 2024

Upplýsingar um starfið veitirJóna Elín Pétursdóttir jonaelin@hafnarfjordur.is sími 5550721.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara.

Umsóknarfrestur er til og með 5.júlí 2024

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf