Fylgdarstarfsmaður í skólaakstur – Mennta- og lýðheilsusvið

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 28.01.2025

Umsóknarfrestur til: 28.02.2025

Tengiliður: hronng@hafnarfjordur.is

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða fylgdarstarfsfólk í skólaakstur fatlaðra barna

Um er að ræða fylgd í skólaakstur til og frá skóla/frístundarúrræði frá Hafnarfirði að morgni (milli kl. 7 og 8) í önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og til baka síðdegis (milli kl. 16 og 17). Um er að ræða akstur alla virka skóladaga. Fylgdin felur í sér að fylgjast með líðan nemenda í skólarútu og aðstoða við aðbúnað í akstrinum milli staða.

Hægt er að sækja um einstaka vikudaga til fylgdar. Fylgdin hefst við heimili barns og lýkur þar í dagslok. Miðað er við að starfið hefjist í byrjun janúar 2025 og ljúki í lok skólaársins. Um tímavinnu er að ræða eftir vinnuframlagi. Getur hentað vel þeim sem búa í Hafnarfirði og fara á morgnana í framhalds-/háskóla í Reykjavík og heim síðdegis eftir kennslu. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að sjá til þess að nemendur séu sem öruggir í skólaakstri
  • Að geta beitt einfaldri skyndihjálp ef á þarf að halda
  • Að hjálpa nemendum inn og út úr skólabifreið eins og þörf er á
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Hæfniskröfur:

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi, samviskusemi og reglusemi
  • Íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2025.

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Upplýsingar um starfið veitir Hrönn Garðarsdóttir, netfang hronng@hafnarfjordur.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamning Samband íslenskra sveitarfélaga og Hlífar.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf