Sérfræðingur í hagdeild

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 06.06.2024

Umsóknarfrestur til: 01.07.2024

Tengiliður: Guðmundur Sverrisson

Hafnarfjarðarbær óskar eftir því að ráða sérfræðing í hagdeild á fjármálasviði. Sérfræðingurinn kemur til með að sjá um umsýslu með samningum við ríkið og stofnanir þess auk annarra hefðbundinna starfa innan hagdeildar.

Um er að ræða nýtt og spennandi starf innan hagdeildar. Í hagdeild vinna nú tveir starfsmenn auk deildarstjóra. Hagdeild er ein fimm deilda inn á fjármálasviði, hinar eru fjárreiðudeild, bókhalds- og uppgjörsdeild, launadeild og innkaupadeild. Á fjármálasviði starfa 17 starfsmenn.

  Helstu verkefni eru:

  • Að sjá um innheimtu þjónustugjalda og kostnað skv. samningum og vera í samskiptum við ráðuneyti og stofnanir þess
  • Að vera í samskiptum við þau svið sem þjónusta samningana varðandi fjárhagslega umsýslu þeirra
  • Að innleiða verklag og leiðbeiningar þvert á deildir og svið til að tryggja gegnsæi og að allur kostnaður sé innheimtur
  • Að vinna tölulegar greiningar á fjárhagslegri stöðu samninga og setja fram kynningar
  • Að vinna með öðrum sérfræðingum hagdeildar og sviða sem fara með samninga við ríkið og stofnanir þess
  • Taka þá í öðrum verkefnum hagdeildar, s.s. launaáætlun og öðrum verkefnum tengdum fjárhagsáætlunargerð
  • Umsjón með umsóknum Hafnarfjarðarkaupstaðar í opinbera verkefnasjóði
  • Önnur verkefni sem stjórnandi felur starfsmanni

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Grunnháskólamenntun (BS/BA) í viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærileg menntun
  • Framhaldsmenntun á háskólastigi (MS/MA) sem nýtist í starfi er kostur
  • Framúrskarandi tölvukunnátta, þ.m.t. kunnátta á fjárhagskerfi, Excel, Power Bi
  • Góð hæfni í gagnalæsi og greiningum fjárhagsupplýsinga
  • Þekking og reynsla af samningagerð er kostur
  • Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni, þjónustulund og lausnamiðuð hugsun
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Geta til að vinna í hópi og undir álagi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Sverrisson, rekstrarstjóri hagdeildar, gudmundursv@hafnarfjordur.is

Laun eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2024.

Greinargóð ferilskrá og kynningarbréf fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. 

Önnur störf