Starfsfólk í gæslu hjá Byggðasafni – sumarstarf

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 20.03.2025

Umsóknarfrestur til: 03.04.2025

Tengiliður: Björn Pétursson

Auglýst er eftir starfsfólki í gæslu í sýningahúsum Byggðasafnsins. Starfstímabilið er 1. júní-31. ágúst. Um er að ræða annars vegar störf á virkum dögum með vinnutímann 11:00-17:00 og hins vegar um helgar, þar sem unnið er um aðra hvora helgi kl. 11:00-17:00, báða dagana.

Helstu verkefni eru móttaka gesta, upplýsingagjöf og öryggisgæsla auk þess sem það sér um leiðsögn og fræðslu um sýningarnar.  

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Móttaka og almenn afgreiðsla gesta auk símavörslu
  • Gæsla á safnmunum í sýningarrýmum
  • Sér um að sýningar séu opnar, rétt ljós kveikt og annað sem viðkemur sýningum
  • Tryggir að sýningasalir séu snyrtilegir og lætur yfirmann vita ef úrbóta er þörf.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Samskipta- og samstarfshæfni
  • Jákvætt viðmót- og þjónustulund
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Íslensku- og enskukunnátta
  • Þekking á menningarsögu svæðisins kostur

Nánari upplýsingar veitir Björn Pétursson, bæjarminjavörður Hafnarfjarðar, bp@hafnarfjordur.is

Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2025.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. 

 

 

 

 

Önnur störf