Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Umsóknarfrestur frá: 03.01.2025
Umsóknarfrestur til: 17.01.2025
Tengiliður: Stefán Arnarson
Deila starfi
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða metnaðarfullan og öflugan starfsmann í starf í tímbundið starf á heimili fatlaðs fólks.
Fjölbreytt og spennandi starf þar sem unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar með áherslu á að íbúum líði vel í þægilegu og öruggu umhverfi heimilisins.
Um er að ræða tímabundið 70% starf þar sem unnið er aðra hverja helgi frá 1. mars 2025 til 1. janúar 2026.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntun- og hæfniskröfur:
Æskilegt er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri, en skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Stefán Arnarson, forstöðumaður í síma: 555-6554, netfang: stefana@hafnarfjordur.is
Launakjör samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2025
Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.
Vakinn er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Umsóknarfrestur frá: 01.09.2024
Umsóknarfrestur til: 28.02.2025
Tengiliður: mannaudur@hafnarfjordur.is
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf í leikskólum Hafnarfjarðar, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf. Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn.
Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur í umsóknargrunni. Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Hafnarfjarðarbæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.
Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@hafnarfjordur.is
Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknin gildir ekki fyrir sumarstörf eða atvinnuátök.
Umsóknarfrestur frá: 06.01.2025
Umsóknarfrestur til: 20.01.2025
Tengiliður: Rakel Björk Björnsdóttir
Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í 25-50% starf út skólaárið 2024-2025 í frístundaheimilinu Hraunkoti.
Um er að ræða starf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur í frístundaheimilinu eftir hádegi alla virka daga. Eftir að hefðbundnum skóla lýkur geta nemendur í 1. – 4. bekk farið í frístundaheimilið Hraunkot. Þar sem boðið er upp á fjölbreytt tómstundastarf til kl.16:30, alla virka daga, óháð getu, þroska eða fötlun barna. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við alla hópa.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar veita Rakel Björk Björnsdóttir, deildarstjóri tómstundamiðstöðvar Víðistaðarskóla, í síma 664-5876 eða í gegnum netfangið rakelb@vidistadaskoli.isog Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla, dagnyk@vidistadaskoli.is – sími 6645890.
Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2025.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Tengiliður: gudbjorgn@hraunvallaskoli.is
Hraunvallaskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara sem vill taka þátt í að byggja upp og þróa úrræði fyrir nemendur í 5.- 10. bekk í Hafnarfirði. Um er að ræða 100% tímabundið starf skólaárið 2024-2025.
Í Fjölgreinadeild eru nemendur sem á grundvelli fjölþætts vanda geta ekki nýtt alfarið þau námstilboð sem bjóðast í þeirra heimaskóla. Starfsstöð umsjónarkennara er við Hraunvallaskóla.
Umsækjandi þarf að hafa jákvæða afstöðu til nemenda með fjölþættan vanda og tiltrú á getu hvers eins til breytinga og þróunar þar sem leitast er við að byggja á styrk hvers og eins. Einnig þarf viðkomandi hafa góða leiðtogahæfileika, víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn.
Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir gudbjorgn@hraunvallaskoli.is og Hanna Guðrún Pétursdóttir hannag@hraunvallaskoli.is eða í síma 590 2800.
Launakjör eru samkvæmt samningi sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ.
Umsóknarfrestur frá: 04.01.2025
Umsóknarfrestur til: 18.01.2025
Tengiliður: Guðbjörg Hjaltadóttir
Skemmtilegt starf með skemmtilegasta fólkinu.
Hraunvallaleikskóla óskar eftir deildarstjóra til starfa í fullt starf.
Hraunvallaleikskóli er sex deilda leikskóli staðsettur á völlunum í Hafnarfirði þar sem stutt er í ósnortna náttúru. Leikskólinn vinnur eftir hugmyndafræði John Dewey og einkennist leikskólastarfið af fjölmenningu þar sem m.a. er virðing borin fyrir einstaklingnum, menningu og uppruna hans og allir hafa sama tækifæri til náms. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun. Mjög gott samstarf er við Hraunvallaskóla en leikskólinn er í sama húsnæði og grunnskólinn. Gildi leikskólans eru vinátta, samvinna og ábyrgð sem endurspegla allt starf leikskólans.
Leitað er eftir áhugasömum og ábyrgum einstaklingi sem hefur metnað fyrir starfinu.
Starfið er laust eftir samkomulagi
Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og Þroskaþjálfafélaginu hefur kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir starfsmenn taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrarfrí er í grunnskólum, í dymbilviku og með lengri fjarveru á sumrin.
Fríðindi í starfi:
Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, þó þeir hafi ekki kennsluréttindi.
Upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg leikskólastjóri gudbjorgh@hraunvallaskoli.is eða í síma 6645844.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar 2025.
Tengiliður: ingibjorg@skardshlidarskoli.is
Við auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum skóla- og frístundaliða í 35 -50% starfshlutfall í Skarðsel sem er frístundaheimili Skarðshlíðarskóla
Frístundaheimilið er fyrir nemendur í 1. – 4. bekk Skarðshlíðarskóla en það er opið eftir að skóla lýkur til kl 16:30 alla virka daga.
Gildi skólans eru samvinna, vinátta og þrautseigja.
Í Skarðshlíðarskóla eru áhugasamir og skemmtilegir nemendur, metnaðarfullt starfsfólk og öflugur foreldrahópur. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, teymiskennslu, fjölbreytta kennsluhætti, SMT skólafærni og að allir nemendur nái góðum árangri í leik og starfi. Mílan er órjúfanlegur hluti af skólastarfinu en í því felst að nemendur og starfsfólk fer út daglega og gengur, skokkar eða hleypur í 15 mínútur.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar veita Fjóla Sigrún Sigurðardóttir deildarstjóri tómstundamiðstöðvar, í síma 527-7343, fjolasig@skardshlidarskoli.is og Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri, í síma 6645871/ ingibjorg@skardshlidarskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 17.janúar 2025.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.
Tengiliður: Margrét Sverrisdóttir
Öldutúnsskóli auglýsir eftir forfallakennara til starfa í 50 – 80% starf.
Í Öldutúnsskóla eru um 630 nemendur í 1. – 10. bekk.
Í Öldutúnsskóla er lögð áhersla á skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið í senn áhugavert og skemmtilegt. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og fjölbreytta kennsluhætti. Rík áherslu er lögð á teymisvinnu.
Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni og vellíðan og grundvallast starf skólans af þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni.
Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Ef þetta er eitthvað sem vekur áhuga þinn hafðu samband við okkur.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Sverrisdóttir skólastjóri, í síma 664-5894, margret.sverrisdottir@oldutunsskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar n.k.
Greinargóð ferilsskrá fylgi umsókn.
Umsóknarfrestur frá: 02.01.2025
Umsóknarfrestur til: 16.01.2025
Tengiliður: robertg@setbergsskoli.is
Setbergsskóli auglýsir eftir skóla- og frístundaliðum með fjölbreytta hæfni og áhuga á að vinna með börnum á frístundaheimilinu Krakkabergi skólaárið 2024 – 2025. Starfshlutfall er 30-50%. Vinnutími er frá kl 13:00-16:30, alla virka daga.
Frístundaheimilið er fyrir nemendur í 1. – 4. bekk Setbergsskóla. Þar gefst færi á að lengja viðveru barna eftir að skólastarfi lýkur.
Nánari upplýsingar veita Róbert Gíslason, deildarstjóri tómstundastarfs Setbergsskóla, robertg@setbergsskoli.is og María Pálmadóttir, skólastjóri, maria@setbergsskoli.is.
Umsóknarfrestur er til og með 16. janúar.
Umsóknarfrestur frá: 30.12.2024
Umsóknarfrestur til: 15.01.2025
Tengiliður: Kristinn Guðlaugsson
Í Hvaleyrarskóla eru um 400 nemendur í 1. til 10. bekk. Einkunnarorð skólans eru kurteisi, ábyrgð, og samvinna og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Í skólanum er unnið samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa þannig jákvæðan skólabrag. Hvaleyrarskóli er jafnframt heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir Olweusaráætluninni gegn einelti. Hvaleyrarskóli er skóli margbreytileikans þar sem lögð er rækt við fjölmenningu.
Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT, Olweus, markvissar málörvunar og Byrjendalæsis.
Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni http://www.hvaleyrarskoli.is.
Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.
Nánari upplýsingar um starfið veita Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri, kristinn@hvaleyrarskoli.is í síma 664 5833 eða Vala Stefánsdóttir, aðstoðarskólastjóri, vala@hvaleyrarskóli.is í síma 868 6859. Sími skólans er 565 0200. Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni http://www.hvaleyrarskoli.is.
Ráðið er í stöðuna sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar næst komandi. Greinagóð ferilskrá fylgi umsókn.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og SÍ.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.
Tengiliður: Kristín Anna Th. Jensdóttir
Ráðning þroskaþjálfa eða annars háskólamenntaðs sérfræðings til starfa á heimili fatlaðs fólks – Berjahlíð
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða til starfa þroskaþjálfa eða starfsmann með sambærilega menntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða starf á heimili fatlaðs fólks staðsett í Setbergshverfi. Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
Starfshlutfall er 70-90% og er unnið í vaktavinnu, viðkomandi þarf að geta unnið á morgun, kvöld- og helgarvöktum. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar.
Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð.
Umsókn fylgi greinagóð ferilskrá ásamt leyfisbréfi.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Anna Th. Jensdóttir, kristinj@hafnarfjordur.is.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 15.01.2025
Umsóknarfrestur frá: 29.12.2024
Umsóknarfrestur til: 12.01.2025
Tengiliður: gudbjorgh@hraunvallaskoli.is
Hraunvallaleikskóli auglýsir eftir drífandi og kraftmiklum sérkennara/þroskaþjálfa í fullt starf, starfið er laust nú þegar eða með samkomulagi.
Hraunvallaleikskóli er nú sex deilda leikskóli staðsettur á Völlunum í Hafnarfirði þar sem stutt er í ósnortna náttúru. Leikskólinn vinnur eftir hugmyndafræði John Dewey og einkennist leikskólastarfið af fjölmenningu þar sem m.a. er virðing borin fyrir einstaklingnum, menningu og uppruna hans og allir hafa sama tækifæri til náms. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun. Mjög gott samstarf er við Hraunvallaskóla en leikskólinn er í sama húsnæði og grunnskólinn. Gildi leikskólans eru vinátta, samvinna og ábyrgð sem endurspegla allt starf leikskólans.
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Fríðindi í starfi
Fáist ekki sérkennari/þroskaþjálfi til starfsins, kemur til greina að ráða einstakling með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um.
Upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg leikskólastjóri gudbjorgh@hraunvallaskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar 2025
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ eða Þroskaþjálfafélag Íslands.
Umsóknarfrestur frá: 19.12.2024
Umsóknarfrestur til: 06.01.2025
Tengiliður: Boddi@hafnarfjordur.is
Þjónustumiðstöð á umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar óskar eftir verkstjóra vélaverkstæðis.
Um er að ræða 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Í Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar eru um 20 stöðugildi og starfa starfsmenn við hin ýmsu verkefni er viðkemur ýmsum viðhaldsverkefnum á svæðum bæjarins sem og við stofnanir.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um störfin veita Björn Bögeskov Hilmarsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðva, í síma 585-5670 eða í gegnum tölvupóst: boddi@hafnarfjordur.is og Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri, í síma 585-5670 eða í gegnum tölvupóst: siggih@hafnarfjordur.is
Umsóknarfrestur er frá 19. desember 2024 til og 13. janúar 2025.
Tengiliður: ernaar@hafnarfjordur.is
Hér getur þú lagt inn umsókn um starf í tímavinnu sem starfsmaður í einstaklingsstuðningi hjá Fjölskyldu- og barnamálasviði. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur.
Meginmarkmið með einstaklingsstuðningi er að að veita persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun í og efla viðkomandi til sjálfsbjargar og sjálfræðis.
Hér er um að ræða umsóknargrunn sem er unnið úr ef tækifæri opnast og því er umsóknum ekki svarað sérstaklega nema til ráðningar komi.
Upplýsingar veitir Erna Aradóttir ernaar@hafnarfjordur.is eða í síma 585-5500.
Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands.
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf sem tengjast málefnum fatlaðra, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf.
Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn.
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf hjá Hafnarfjarðarbæ. Hér er um að ræða önnur afleysingarstörf en í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og á sviði málefna fatlaðra. Þau störf eru auglýst sér á ráðningarsíðu.
Við leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt afleysingastörf. Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsdeild í umsóknargrunni. Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf innan grunnskóla eða tónlistarskóla, en við leitum reglulega að starfsfólki í mjög fjölbreytt afleysingastörf.
Oft er hægt að mæta óskum um ákveðið starfshlutfall, aðlaga vinnutíma t.d að annarri vinnu eða námi eða bjóða upp á tímavinnu. Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða tímavinnu í umsókn. Timabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsdeild í umsóknargrunni.
Hér er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Spennandi tækifæri út skólaárið! Viltu fá reynslu í verkefnastjórn í félagsmiðstöð?
Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða í spennandi starf með börnum og unglingum í félagsmiðstöðina Hraunið sem er hluti af tómstundamiðstöð skólans. Félagsmiðstöðin býður börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára vettvang fyrir fjölbreytt og skemmtilegt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóla lýkur. Auglýst er eftir verkefnisstjóra í félagsmiðstöðinni Hrauninu í 50- 75% starf, með möguleika á 100% starfi ef viðkomandi tekur auka vaktir í félagsmiðstöð eða frístund.
Skemmtilegt og gefandi starf með börnum og unglingum í félagsmiðstöðinni Hrauninu.
Starf verkefnastjóra er fjölbreytt og skemmtilegt. Verkefnastjóri ber ábyrgð á að skipuleggja og móta fjölbreytta dagskrá í samstarfi við börn og unglinga sem tekur mið af áhugamálum þeirra hverju sinni. Verkefnastjóri ber ábyrgð á öryggi og vellíðan barna og starfsfólks, skapar andrúmsloft sem einkennist af gagnkvæmri virðingu, jákvæðum samskiptum og lýðræðislegum vinnubrögðum. Verkefnastjóri vinnur náið með deildarstjóra tómstundamiðstöðvar.
Markmið starfsins er að gefa börnum og unglingum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli og að skapa vettvang þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að efla sjálfstraust sitt og félagsfærni. Verkefnastjóri í félagsmiðstöð ber ábyrgð á að skipuleggja og móta fjölbreytta dagskrá í samstarfi við börn og unglinga sem tekur mið af áhugamálum þeirra hverju sinni.
Um er að ræða 50-75% með möguleika á hærra starfshlutfalli. Vinnutími er að hluta til á kvöldin á virkum dögum og dagvinna að hluta. Fjölbreyttur vinnutími í boði.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.
Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri, dagnyk@vidistadaskoli.is – sími 6645890eða Rakel Björk Björnsdóttir, deildarstjóri tómstundastarfs í Víðistaðaskóla, rakelb@vidistadaskoli.is – sími 664-5876.
Ráðningartímabil er frá 1. mars til 6. júní 2025.