Umsjónarmaður Vinnuskóla og ungmennavirkni – Mennta- og lýðheilsusvið

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 23.01.2026

Umsóknarfrestur til: 08.02.2026

Tengiliður: tinnas@hafnarfjordur.is

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsjónarmanni Vinnuskólans í fullt starf sem einnig mun stýra verkefnum tengdum virkni og valdeflingu ungs fólks. Í Vinnuskólanum í Hafnarfirði starfa yfir 1.000 ungmenni á hverju sumri. Starfsmaðurinn hefur yfirumsjón með allri starfsemi Vinnuskólans, og vinnur við önnur verkefni tengdum ungmennavirkni og sértæku frístundastarfi. Um er að ræða skrifstofustarf en viðkomandi sinnir einnig hópastarfi og eftirfylgni með ýmsum verkefnum utanhúss á starfstíma vinnuskólans. 

Starfið hentar vel þeim einstaklingum sem hafa hæfni og ánægju af að vinna með ungu fólki, hafa mikla skipulagshæfileika og vilja fjölbreytt og lifandi starf. Starfið heyrir undir skrifstofu æskulýðsmála á Mennta- og lýðheilsusviði, en þar er unnið metnaðarfullt starf og rík áhersla á inngildandi starfshætti, farsæld og valdeflingu ungs fólks. Vinnuskólinn er mikilvægur vettvangur þar sem unnið er að því að tryggja jöfn tækifæri, öryggi og virkni ungmenna með fjölbreyttan bakgrunn. Allt starf með ungmennum byggir á farsældarlögunum, snemmtækri íhlutun og þverfaglegu samstarfi með það að markmiði að efla velferð, ábyrgð og þátttöku ungs fólks.

Helstu verkefni og ábyrgð:  

  • Undirbýr og skipuleggur sumarstarf Vinnuskólans
  • Stýrir daglegum rekstri Vinnuskólans og samskiptum honum tengdum
  • Heldur utan um faglegt starf og fræðslu til ungmenna og leiðtoga í Vinnuskólanum
  • Vinnur með skólaþjónustu, skólum og félagsþjónustu að virkni og atvinnutengdum verkefnum fyrir ungt fólk
  • Leitar leiða til að nálgast ungmenni sem eru ekki félagslega virk, í atvinnu eða í skóla, og finnur leiðir til að virkja þau
  • Heldur utan um og skipuleggur sértækt hópastarf fyrir ungt fólk
  • Vinnur að kynningarmálum og fræðslu til ungmenna í samvinnu við forvarnarfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og starfsfólki Menntasetursins við lækinn
  • Almenn skrifstofustörf, tímaskráningar og skýrslugerð
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu 

Menntunar- og hæfniskröfur:  

  • BA/BS/B. Ed á félags- eða menntavísindasviði s.s. tómstunda- og félagsmálafræði eða uppeldis- og kennslufræðum 
  • Reynsla af sambærilegu starfi
  • Reynsla af faglegum störfum á sviði frístunda og/eða ungmennastörfum
  • Reynsla af jafningjafræðslu eða álíka verkefnum kostur
  • Reynsla af stjórnunarstarfi og verkefnastýringu kostur
  • Reynsla af störfum í vinnuskóla, umhverfis- eða garðyrkjuverkefnum er kostur
  • Leiðtogafærni, stjórnunarhæfni og framúrskarandi hæfni í mannnlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta og geta til að tileinka sér tækninýjungar
  • Almenn ökuréttindi
  • Hreint sakavottorð
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Gerð er krafa um að viðkomandi sé með hreint sakavottorð við ráðningu. 

Nánari upplýsingar veitir Tinna Rós Steinsdóttir, rekstrarstjóri íþrótta- og tómstundamála, tinnas@hafnarfjordur.is, s. 664-5750 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM. 

Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2026. 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf