Verkstjóri vélaverkstæðis – Þjónustumiðstöð

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 19.12.2024

Umsóknarfrestur til: 06.01.2025

Tengiliður: Boddi@hafnarfjordur.is

Þjónustumiðstöð á umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar óskar eftir verkstjóra vélaverkstæðis.

Um er að ræða 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. 

Í Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar eru um 20 stöðugildi og starfa starfsmenn við hin ýmsu verkefni er viðkemur ýmsum viðhaldsverkefnum á svæðum bæjarins sem og við stofnanir.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Dagleg stjórnun á vélaverkstæði
  • Umsjón, viðhald, viðgerðir, vinna að fyrirbyggjandi viðgerðum og eftirliti af öllum tækjabúnaði Þjónustumiðstöðvar
  • Almenn skrifstofustörf s.s. kostnaðareftirlit á viðhaldi á tækjum og áhöldum, viðhalds- og endurnýjunaráætlun á tækjum og áhöldum
  • Bakvaktarstjóri á bakvöktum fjórðu hverju viku allt árið
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Sveinspróf í vélvirkjun / bifvélavirkjun eða sambærilegu námi sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg og gerð er krafa um stjórnunarhæfni 
  • Meirapróf og réttindi á vörubíl yfir 3.500 kg. Vinnuvélaréttindi á stærri tæki æskileg
  • Samskiptafærni, þjónustulund og jákvætt viðmót
  • Frumkvæði, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð og þarf að geta forgangsraðað verkefnum
  • Líkamleg færni um að sinna þeim verkefnum sem starfið felur í sér 
  • Almenn tölvukunnáttu og geta til að tileinka sér tækninýjungar
  • Íslenskukunnátta er skilyrði fyrir ráðningu

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um störfin veita Björn Bögeskov Hilmarsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðva, í síma 585-5670 eða í gegnum tölvupóst: boddi@hafnarfjordur.is  og Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri, í síma 585-5670 eða í gegnum tölvupóst: siggih@hafnarfjordur.is

Umsóknarfrestur er frá 19. desember 2024 til og 13. janúar 2025.  

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.