Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Markmið Hafnarfjarðarbæjar er að vera áhugaverður og góður vinnustaður sem dregur að og heldur í hæft starfsfólk. Starfsumhverfið á að gefa starfsfólki tækifæri til þróunar og að efla þekkingu sína svo fólk njóti sín í starfi.
Faglegum aðferðum er beitt við ráðningar til að tryggja að ráðið sé hæft, sveigjanlegt og jákvætt fólk.
Öll störf eru auglýst nema þegar um afleysingastörf, tímavinnustörf, tímabundnar ráðningar eða tilfærslu í starfi er að ræða. Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað eftir að ráðningarferli lýkur.
Stjórnendur eiga að tileinka sér vandaða og nútímalega stjórnunarhætti og sýna gott fordæmi. Stjórnendafræðsla er í boði fyrir alla stjórnendur og stjórnendahandbók er aðgengileg á Læknum, innri vef bæjarins.
Hlutverk stjórnenda er að:
Áherslur Hafnarfjarðarbæjar
Starfsfólk á að hafa greiðan aðgang að upplýsingum sem tengjast daglegum störfum þess. Reglulegir starfsmannafundir eru haldnir til að tryggja gott upplýsingaflæði.
Ytri og innri vefir bæjarins gegna mikilvægu hlutverki í miðlun upplýsinga. Lækurinn, innri vefur bæjarins, veitir upplýsingar sem bæði stjórnendur og starfsfólk nýtir sér og tekur þátt í að halda lifandi.
Hvatt er til samvinnu milli deilda og vinnustaða og að starfsfólk deili reynslu sín á milli. Uppbyggileg og lausnamiðuð samskipti eru í fyrirrúmi.
Starfsumhverfið tekur sífelldum breytingum þannig að starfsfólk þarf að geta aukið þekkingu sína og faglega hæfni. Starfsfólk Hafnarfjarðar er hvatt til að sækja sér endurmenntun innan og utan stofnunarinnar.
Starfsfólk þarf að vera tilbúið til að aðlagast breyttum aðstæðum. Í árlegum starfsmannasamtölum eru greindar þarfir í starfsþróun og gerð símenntunaráætlun.
Starfsfólk þarf að eiga möguleika á framgangi í starfi innan bæjarins, til dæmis með því að flytjast á milli starfa.
Jafnréttisstefna bæjarins er samþætt allri starfsemi vinnustaða. Huga þarf sérstaklega að aðlögun starfsfólks af erlendum uppruna og bjóða þeim upp á starfstengt íslenskunám eftir þörfum.
Unnið er markvisst gegn allri mismunun á vinnustöðum bæjarins með því að tryggja framboð starfa, vinnufyrirkomulag, vinnutíma og starfsaðstöðu sem hentar fólki með mismunandi starfsgetu.
Launaákvarðanir eru byggðar á kjarasamningum og viðmiðunarreglum um aukagreiðslur og hlunnindi.
Allar launaákvarðanir skulu:
Starfsfólk á að fá jöfn laun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf samkvæmt skilyrðum jafnréttislaga. Stuðst er við starfsmatskerfi sem metur á kerfisbundinn hátt störf bæjarins með tilliti til ábyrgðar, álags og sérhæfni. Komi í ljós launamunur í launagreiningu sem ekki er hægt að rökstyðja á málefnalegan hátt skal gera umbætur.
Faglega er staðið að starfslokum, hvernig sem þau ber að. Í starfslokasamtölum er farið yfir verksvið og greint ástæður þess að fólk hættir.
Starfsfólk getur fært sig í minna krefjandi störf og minnkað starfshlutfall þegar starfslok vegna aldurs færast nær. Einnig er hægt að sækja námskeið til að undirbúa þessi tímamót.
Var efnið hjálplegt?