Sumarstörf unga fólksins

Fjölbreytt og spennandi sumarstörf og heilsueflandi hlunnindi í boði fyrir áhugasamt ungt fólk. Sumarið er tíminn til að rækta nýja hæfileika og öðlast dýrmæta reynslu. Aldursviðmið og umsóknarfrestur er mismunandi á milli starfa – ekki missa af því starfi sem þér þykir mest spennandi!

Laus störf

Dýrmæt reynsla og heilsueflandi hlunnindi

Sumarstarfsfólk Hafnarfjarðarbæjar fær frítt í sund í Hafnarfirði í allt sumar. Ungmenni á aldrinum 13-25 ára eiga líka greiðan aðgang að ungmennahúsum Hafnarfjarðar þar sem boðið er upp á tómstundir, afþreyingu og samveru með jafnöldrum í öruggu og skapandi umhverfi. Ungmennahúsið Hamarinn er fyrir 16-25 ára og Músík & mótor fyrir 13-20 ára.

 

Ráðningar og umsóknir

Allar umsóknir um störf fara í gegnum ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar. Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Áhersla er lögð á að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Við hlökkum til að starfa með þér!