Stóra upplestrarkeppnin

Fréttir

ÞÉR er boðið á Stóru upplestrarkeppnina.  Keppnin  fer fram í Hafnarborg þriðjudaginn 8. mars frá kl. 17-19. Keppnin er nú haldin í tuttugusta skipti og fagnar því 20 ára afmæli í ár.

ÞÉR er boðið á Stóru upplestrarkeppnina.  

Keppnin  fer fram í Hafnarborg þriðjudaginn 8. mars frá kl. 17-19. Keppnin er nú haldin í tuttugusta skipti og fagnar því 20 ára afmæli í ár. Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Hafnarfjarðar, lesa brot úr skáldverki og ljóð.  Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar. 

Viðurkenningar veittar fyrir upplestur, smásögur, skáld og boðskort 

Skáld keppninnar að þessu sinni eru Bryndís Björgvinsdóttir og Guðmundur Böðvarsson. Stóra upplestrar-keppnin hófst í Hafnarfirði árið 1996 og er því 20 ára. Við athöfnina verða einnig tilkynnt úrslit í smásagnasamkeppni 8.-10. bekkja og veittar viðurkenningar. Efnt var til samkeppni um boðskort meðal nemenda í6. bekk í grunnskólunum.  Verðlaunamyndin prýðir boðskortið og verður veitt viðurkenning fyrir það á hátíðinni.

Um stóru Upplestrarkeppnina

Í upphafi skólaárs taka kennarar og skólar ákvörðun um hvort þeir ætla að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk. Umsjón með verkefni er í höndum skólaskrifstofa í hverju héraði, eða sérstakra umsjónarmanna, en Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn,  styðja verkefnið. Verkefnið sjálft hefst við hátíðlega athöfn í skólunum á degi íslenskrar tungu ár hvert. 

Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur. Mestu skiptir að kennarar nýti þetta tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Stefnt skyldi að því að allur upplestur í tengslum við keppnina sé fremur í ætt við hátíð en keppni. Þetta á ekki síst við um lokahátíð keppninnar.

Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir

Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn

Ábendingagátt