Suðurbæjarlaug opin til 21 á sunnudögum

óflokkað

Opnunartími Suðurbæjarlaugar lengist og verður til 21.00 á sunnudagskvöldum frá og með næsta sunnudag. Já, nú verða sunnudagarnir enn skemmtilegri í Hafnarfirði.

Syndum í Hafnarfirði fram á kvöld

Já, nú er að njóta, því opnunartími Suðurbæjarlaugar lengist og verður til 21.00 á sunnudagskvöldum frá og með næsta sunnudag.

Hugsunin er að ein sundlaug í bæjarfélaginu sé opin lengur. Með lengri opnunartíma er kalli sundiðkenda svarað. Nú geta íbúar bæjarins stokkið í eigin laug á sunnudagskvöldum.

Breytingin er komin til að vera út allt árið.

Þrjár sundlaugar í Hafnarfirði

Sundlaugar Hafnarfjarðar eru þrjár, auk Suðurbæjarlaugar Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar. Hver hefur sinn sjarma og kost.

Ásvallalaug er opin frá kl. 8-17 á sunnudögum en sundhöllin er lokuð um helgar. Suðurbæjarlaug býður hins vegar eftir ykkur og verður héðan í frá opin frá 8-21 á sunnudögum.

Lifum og njótum!

Sjá allt um sundlaugarnar hér 

Ábendingagátt