Sumarnámskeið og sumartómstund fyrir 6-13 ára

Fréttir

Fjölbreytt námskeið og sumartómstund standa börnum og ungmennum á aldrinum 6-13 ára til boða á vegum Hafnarfjarðarbæjar sumarið 2023. Mikil áhersla er lögð á sköpun, samveru, útiveru, hreyfingu og leiki í öllu skipulögðu starfi sveitarfélagsins og þátttökugjaldi stillt í hóf.

Fjölbreytt námskeið og sumartómstund standa börnum og ungmennum á aldrinum 6-13 ára til boða á vegum Hafnarfjarðarbæjar sumarið 2023 þar sem áhersla er lögð á faglega þjónustu með uppeldisgildi frítímastarfs að leiðarljósi. Mikil áhersla er lögð á sköpun, samveru, útiveru, hreyfingu og leiki í öllu skipulögðu starfi sveitarfélagsins og þátttökugjaldi stillt í hóf. Á sérstakri upplýsingasíðu á vef Hafnarfjarðarbæjar er hægt að skoða ítarlegar upplýsingar um þau námskeið og sumartómstund sem í boði eru í sumar auk upplýsinga um Vinnuskóla Hafnarfjarðar.

Ítarlegar upplýsingar um sumarnámskeið og sumartómstund Hafnarfjarðarbæjar

Eftirfarandi er í boði

  • Sumarfrístund fyrir útskriftarhópa leikskólanna (6 ára á árinu)
  • Sumarfrístund fyrir 7-9 ára við alla grunnskóla
  • SumarKletturinn fyrir börn í 9–13 ára með sértæka stuðningsþörf
  • Tómstund fyrir 10-13 ára
  • Skemmtileg og skapandi sumarnámskeið í Hafnarborg fyrir 6-12 ára
  • Sumarlestur frá 1. júní – 31. ágúst á Bókasafni Hafnarfjarðar
  • Vinnuskóli fyrir 14-17 ára ungmenni Hafnarfjarðar
  • Annað íþrótta- og tómstundastarf í Hafnarfirði

Skráning á námskeið og í sumarfrístund á vegum Hafnarfjarðarbæjar

Ábendingagátt