Sund og menning um páskana 2024

Fréttir

Grunnskólar Hafnarfjarðar verða í páskafríi til  2. apríl. Þá hefst hefðbundið skólastarf á ný. Leikskólar Hafnarfjarðar verða opnir virka daga í dymbilvikunni utan rauðra daga frá og með 28. mars til og með 1. apríl. Það sama gildir um þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 og þjónustumiðstöð Norðurhellu 2. Hér má finna opnunartímar í sundlaugum og á söfnum. Njótið páskahátíðarinnar!

Gleðilega páska kæru Hafnfirðingar og vinir!

Grunnskólar Hafnarfjarðar eru í páskafríi. Hefðbundið skólastarf hefst á ný þriðjudaginn 2. apríl.

Leikskólar Hafnarfjarðar verða opnir virka daga í dymbilvikunni utan rauðra daga. Þeir verða lokaðir frá og með fimmtudeginum 28. mars til og með 1. apríl. Það sama gildir um þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 og þjónustumiðstöð Norðurhellu 2.

Nú er að njóta. Heilsubærinn Hafnarfjörður er að mörgu leyti einstakur bær, ekki síst fyrir lifandi og skemmtilegan miðbæ, heillandi hafnarsvæði og gott aðgengi að fjölbreyttum og fallegum náttúruperlum.

Margir áhugaverðir staðir eru í göngufæri frá miðbænum, til dæmis Hellisgerði, Víðistaðatún, Lækurinn og Hamarinn auk þess sem Hafnfirðingar búa við þann munað að vera með Helgafellið, Hvaleyrarvatn, Ásfjallið og Ástjörn í bakgarðinum hjá sér.

Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga til að draga djúpt andann um páskana og njóta samveru og útiveru í faðmi fjölskyldu og vina.

Bókasafnið er opin laugardaginn 30. mars frá 12-16.

Hafnarborg verður opin eins og hér segir um páskana:

  • Skírdagur 28. mars, opið kl. 12–17
  • Föstudagurinn langi 29. mars. Lokað
  • Laugardagur 30. mars. Opið kl. 12–17
  • Páskadagur 31. mars. Lokað
  • Annar í páskum 1. apríl. Opið kl. 12–17

Byggðasafn Hafnarfjarðar – Pakkhúsið er opið laugardaginn 30. mars frá kl. 11-17.

Afgreiðslutímar í sundlaugum Hafnarfjarðar verða eftirfarandi yfir páskana:

 

Ábendingagátt