Það er útkall! Gleðilegan Mottudag 2024

Fréttir

Mottudagurinn er í dag föstudagurinn 22. mars. Ráðhús Hafnarfjarðar var dregið út í skemmtilegum leik sem Krabbameinsfélagið stóð fyrir í tilefni dagsins. Níels Thibaud Girerd, betur þekktur sem Nilli, kom í heimsókn í ráðhúsið, sprellaði smá með starfsfólki. Á sjálfan Mottudaginn eru landsmenn allir hvattir til að gera sér glaðan dag og vekja þannig athygli á baráttunni gegn krabbameinum í körlum.

Mottudagurinn er í dag föstudagurinn 22. mars

Það er útkall! Ráðhús Hafnarfjarðar var dregið út í skemmtilegum leik sem Krabbameinsfélagið stóð fyrir í tilefni dagsins. Níels Thibaud Girerd, betur þekktur sem Nilli, einn af heilsuvörðum Mottumars  kom í heimsókn í ráðhúsið, sprellaði smá með starfsfólki. Á sjálfan Mottudaginn eru landsmenn allir hvattir til að gera sér glaðan dag og vekja þannig athygli á baráttunni gegn krabbameinum í körlum.

Nokkrir laufléttir málshættir úr smiðju Mottumars

  • Margur verður af lóðum lúkker
  • Kulnar kroppur nema kynntur sé
  • Á hreyfingu þrífast mennirnir best
  • Sprikl er manns gaman
  • Hver hefur sinn skrokka að hrista

Um átakið

Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er áhersla lögð á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum. Reglubundin hreyfing hefur ótvírætt gildi fyrir almenna heilsu og vellíðan og ávinningurinn er margþættur. Rannsóknir hafa með afgerandi hætti sýnt fram á að hreyfing dregur úr líkum á ákveðnum krabbameinum og margvíslegum öðrum sjúkdómum. Regluleg hreyfing hefur einnig jákvæð áhrif á fólk sem greinist með krabbamein, að jafnaði vegnar þeim sem hreyfa sig fyrir og/eða eftir greiningu betur. Regluleg hreyfing hefur því fjölþætt góð áhrif. Þriðji hver karlmaður greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Krabbameinsfélagið heldur úti vefsíðunni Karlaklefinn sem er tileinkuð körlum og krabbameinum. Á vefsíðunni er að finna fræðsluefni af ýmsum toga sem er sérstaklega ætlað karlmönnum. Þar er jafnframt hægt að skrá sig í Karlaklúbbinn og fá sérsniðna tölvupósta nokkrum sinnum á ári með fróðleik og hvatningu.

Hvernig er söfnunarfé Krabbameinsfélagsins varið?

Fjárhagslegur stuðningur almennings og fyrirtækja er grundvöllur þess að Krabbameinsfélagið geti starfað, því starfsemin byggir á sjálfsaflafé. Framlagið styður við:

  • Endurgjaldslausa ráðgjöf hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa og  stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þ
  • Íslenskar rannsóknir á krabbameinum sem snúa meðal annars að orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.
  • Ýmis konar forvarnafræðslu, námskeið og starfsemi sem miðar m.a. að því að draga úr líkum á krabbameinum og bæta lífsgæði hjá þeim sem greinast með krabbamein.
  • Afnot af íbúðum fyrir sjúklinga og aðstandendur, hagsmunagæslu og liðsinni á 6 þjónustuskrifstofum um land allt.

Kynntu þér starfsemi Krabbameinsfélagsins nánar á www.krabb.is

Ábendingagátt