Nýtt skipulag fyrir leikskóladaginn

Nýtt skipulag fyrir leikskóladaginn í Hafnarfirði tekur gildi frá og með 1. september 2024. Starfsemi innan leikskóladagsins verður tvíþætt með fagstarfi og frjálsum tíma, leikskólagjöld lækka í takti við styttri og sveigjanlegan dvalartíma, leikskóladagatalið verður 180 dagar og aðrir dagar sérstakir skráningardagar.  

Leikskóladeginum skipt upp í tvennt

  • Markvisst fagstarf fer fram frá kl. 9–15 alla virka daga.
  • Frjáls tími og leikstundir eru frá 7:30–9 og eftir kl. 15 á daginn.

Skráningardagar  

Breytingar verða gerðar á leikskóladagatali. Leikskóladagar verða að jafnaði 180 dagar á ári. Aðrir dagar eru svokallaðir skráningardagar. Á þessum dögum þarf að skrá börn sérstaklega í leikskólann, annars er litið svo á að þau séu í fríi. Skráning fer fram í Völu á þessum sérstöku skráningardögum og er á ábyrgð foreldra. Leikskólar tilkynna skráningardaga sérstaklega áður en til þeirra kemur.

Skoða leikskóladagatalið 2024-2025

Skráningardagar eru eftirfarandi:  

  • 2 dagar í október þegar vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar.  
  • Frá og með 21. desember til og með 2. janúar.   
  • 2 dagar í febrúar þegar vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar.  
  • 3 dagar í dymbilviku fyrir páska.  
  • Frá og með 10. júní til 10. ágúst. 
  • Börn taka fjögurra vikna samfellt sumarfrí yfir sumartímann.

Lækkun leikskólagjalda

Leikskólagjöld fyrir 30 stunda dvöl og skemur á viku lækka allt að 30%. Gjöld fyrir 40 klukkustunda dvöl á viku verða óbreytt.

Dæmi: Frá 1. september 2024 verða mánaðargjöld fyrir 40 stundir á viku 41.042 kr. og fyrir 30 stundir á viku  19.962 kr. Munurinn er  21.080 kr. á mánuði eða  231.880 kr. á ári (miðað við 11 mánuði og 1 mánuð í sumarfrí). Eftir því sem dvalarstundum fækkar þá lækka gjöldin. Sjá nánar á töflu (gjöld eru með fæðisgjaldi).

4.0 24.133 kr 14.890 kr
4.5 25.937 kr 15.539 kr
5.0 27.741 kr 16.188 kr
5.5 29.545 kr 16.836 kr
6.0 33.826 kr 19.962 kr
6.5 35.630 kr 23.212 kr
7.0 37.434 kr 26.462 kr
7.5 39.238 kr 33.752 kr
8.0 41.042 kr 41.042 kr
8.5 45.605 kr 45.605 kr

Sveigjanlegur dvalartími  

Breytilegur dvalartími skapar svigrúm fyrir fjölskyldur til að sníða leikskóladvöl barna að þörfum fjölskyldunnar.  Með breytilegum dvalartíma greiða fjölskyldur einungis fyrir þann tíma sem er nýttur og möguleiki er á að lækka leikskólagjöld. Breytilegur dvalartími milli daga er í boði fyrir öll leikskólabörn, að lágmarki 20 tíma dvöl á viku þar sem lágmarksdvöl er 4 stundir á dag alla virka daga.

Foreldrar og forsjáraðilar geta skráð börnin sín í sveigjanlega dvöl í upphafi hverrar annar eða í síðasta lagi 15. ágúst fyrir haustönn og 15. desember fyrir vorönn. Hægt verður að haga skráningum þannig að dvölin sé mismunandi eftir dögum en þó aldrei meira en 42,5 tímar á viku

Jákvæð áhrif á starfsaðstæður í leikskóla  

Styttri dvalartími á leikskóla hefur jákvæð áhrif á skólastarfið sem og börnin sem dvelja í leikskólanum. Styttingin er til þess að minnka álag á börn og starfsfólk, styrkja faglegt starf og auðvelda mönnun. Ef foreldrar stytta dvalartíma, eins og kostur er, lækka leikskólagjöld í samræmi við það. Fyrirspurnum um breytingarnar skal beina til viðeigandi leikskóla.

Spurt og svarað

Hægt er að nota reiknivélina til þess að skoða hvernig leikskólagjöld reiknast miðað við daglegan dvalartíma barns. Hægt er að hafa mismunandi dvalartíma milli daga en lágmarksdvöl á dag eru 4 klukkustundir alla virka daga vikunnar.  Öll stytting á dvalartíma kemur til lækkunar á leikskólagjöldum. Í reiknivélinni er einnig hægt að setja inn afslætti eftir því sem við á.  

 

Foreldrar og forsjáraðilar skrá beiðni um dvalartíma inn í Völuna. Skráning dvalartíma hleypur á 15, 30, 45 og 60 mínútum. Hægt er að sækja um breytingar á vistunartíma einu sinni á önn. Fyrir haustönn er síðasti dagur skráningar í breytilega leikskóladvöl 15. ágúst og fyrir vorönn 15. desember. Leikskólastjóri þarf að samþykkja beiðni um dvalartíma hverju sinni.   

Skráningu fyrir skráningardaga lýkur 20. dag mánaðarins á undan. Þannig greiðist gjaldið fyrir sérstaka skráningardaga með reikningi fyrir þann mánuð sem skráningardagarnir eru í.

Dæmi: Skráningu fyrir skráningardaga í desember lýkur 20. nóvember. Gjaldið fyrir skráningardaga í desember greiðist með desemberreikningi. Leikskólagjöld hvers mánaðar taka mið af fjölda skráningardaga hverju sinni.   

Já, skráður dvalartími getur ekki hafist seinna en kl. 9 á hverjum degi. Lágmarksdvalartími er 4 klukkustundir á dag, alla virka daga. Dvalartími getur verið sveigjanlegur umfram 4 klukkustundir á dag.  

Já, hægt er að hafa mismunandi dvalartíma milli daga en lágmarksdvöl á dag eru 4 klukkustundir. Breytingar á dvalartíma eru gerðar í Völunni að hámarki einu sinni á önn. Hægt er að sækja um breytingu á dvalartíma fyrir barn einu sinni á önn. Fyrir haustönn fyrir 15. ágúst og fyrir vorönn fyrir 15. desember.

Dæmi 1: Hægt er að skrá barn í 8 tíma dvöl þrjá daga vikunnar og 6 tíma hina tvo dagana. Samtals er það 36 tímar á viku og leikskólagjöld taka mið af því.  

Dæmi 2: Hægt er að skrá barn í 7,5 tíma fjóra daga vikunnar og 4 tíma einn dag, samtals 34 tíma á viku og taka leikskólagjöld mið af því.  

Stytting viðveru barns getur haft jákvæð áhrif á leikskólastarfið í heild sinni. Færri börn í rými hefur meðal annars þau áhrif að minnka streitu hjá börnum og álag sem skapast af stærð hópa, það styrkir möguleika á faglegu einstaklingsmiðaðra starfi og auðveldar mönnun. Styttri dvalartími ætti að leiða til jákvæðra áhrifa bæði á börnin sjálf sem og starfsemi og skipulag leikskóladagsins.