Leikskólar

Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar er hlúð að börnum með skapandi og hvetjandi starfi.

Leikskólar

Leikskólagjöld

Sjá alla gjaldskrá

Leikskólagjöld eru innheimt samkvæmt gjaldskrá. Þú getur reiknað út kostnað við leikskóladvöl með reiknivélinni hér fyrir neðan.

Nýtt skipulag leikskóladagsins

Nýtt skipulag  fyrir leikskóladaginn í Hafnarfirði tekur gildi frá og með 1. september 2024. Starfsemi innan leikskóladagsins verður tvíþætt með fagstarfi og frjálsum tíma, leikskólagjöld lægri í takti við styttri og sveigjanlegan dvalartíma, leikskóladagatalið verður 180 dagar og aðrir dagar verða sérstakir skráningardagar.  

Nánar um leikskóladaginn

 

Afsláttur í boði

  • Systkinaafsláttur fæst þegar systkini sem eru samtímis hjá dagforeldri, í leikskóla eða í frístund. Annað barn fær 75% afslátt og þriðja 100% afslátt.
  • Tekjutengdur afsláttur. Foreldrar geta sótt um tekjutengdan afslátt á Mínum síðum sem er 50% annars vegar og 75% hins vegar. Afsláttur er eingöngu veittur af almennu dvalargjaldi. Sjá tekjuviðmið í gjaldskrá.
  • Afsláttur vegna andláts maka eða skyndilegrar örorku. Foreldri getur sótt um 75% afslátt (sami og neðri tekjuviðmið) í eitt ár. 

Afslátturinn er af dvalargjaldi, ekki af mat (morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu). Annað hvort er veittur systkinaafsláttur eða tekjutengdur afsláttur, aldrei báðir í einu.

Afsláttur er ekki veittur af fæði (morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu).

Reiknivél leikskólagjalda

Reiknivél leikskólagjalda virkar þannig að valin er meðaltals dvalartími á dag og fjöldi barna. Leikskólagjöld miðast við heildar dvalartíma barns á viku sem rukkast um hver mánaðar mót. Reiknivélin reiknar sjálfkrafa afslátt vegna systkina ef valin eru 2 börn eða fleiri. Afsláttur er eingöngu veittur vegna dvalargjalda en ekki fæðisgjalda.

Útfærsla dvalartíma er síðan samkomulags atriði á milli deildarstjóra/leikskólastjóra og forráðamanna.

Hámarksfjöldi viðveruklukkustunda er 8,5. Eingöngu er um áætlun að ræða miðað við þær forsendur sem slegnar eru inn.