Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar er hlúð að börnum með skapandi og hvetjandi starfi.
Hægt er að sækja um leikskóla fyrir barn um leið og kennitala þess er skráð. Biðlistinn raðast eftir fæðingardegi og ári, þannig að elstu börnin innritast fyrst.
Þú sækir um leikskóladvöl fyrir barnið í Völu. Umsókn þarf að skila inn fyrir 1. mars árið sem óskað er eftir dvölinni. Barn verður að eiga lögheimili í Hafnarfirði til að fá leikskóladvöl, en það getur verið á biðlista þó að lögheimili sé annars staðar.
Þú getur sótt um fleiri en einn leikskóla í umsókninni. Endilega skoðaðu þá leikskóla sem eru í boði, hafðu samband við viðkomandi leikskólastjóra og kynntu þér starfið. Ef það er ekki laust í leikskólann sem er í aðalvali ræður leikskóli í aukavali, ef þar er ekki laust færðu pláss í leikskóla þar sem laust er. Þú getur valið dvalartíma frá 4 klukkustundum og upp í 8,5 á dag, en þá alltaf á sama tíma alla vikudaga.
Þegar barnið fær pláss á leikskóla færðu tölvupóst með boði um að staðfesta vistina hjá leikskólastjóra. Börn raðast á biðlista eftir kennitölu og röð á biðlista ræður hvaða barn fær boð um leikskólapláss. Eldri börn ganga fyrir yngri börnum. Börn sem falla undir skilgreiningu um forgang geta komist fyrr að.
Börn við sérstakar aðstæður geta fengið forgang inn í leikskóla. Sótt er um forgang á Mínum síðum. Í sumum tilvikum þarf að skila inn vottorði frá viðurkenndum greiningaraðilum.
Hægt er að sækja um forgang fyrir:
Leikskólar í Hafnarfirði eru lokaðir fimm daga á ári vegna skipulagsdaga, auk þess eru fjórir skertir skóladagar yfir árið vegna skipulags skólastarfs. Hægt er að sjá skóladagatal hvers leikskóla fyrir sig á vefsíðum leikskólanna.
Börn taka að lágmarki fjögurra vikna samfellt sumarleyfi. Leikskólar í Hafnarfirði eru lokaðir síðustu tvær vikurnar í júlí. Það er ekki rukkað fyrir leikskólagjöld á meðan sumarfríi og lokunum stendur.
Þú getur óskað eftir dvöl í einkareknum leikskóla fyrir barnið þitt og fengið gjaldið niðurgreitt ef leikskólinn er með uppeldisstefnu sem er afgerandi frábrugðin leikskólum Hafnarfjarðar. Foreldrar í fullu námi geta sótt um einkarekna leikskóla frá 12 mánaða aldri barns.
Var efnið hjálplegt?