Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar sér um margvíslega þjónustu og framkvæmdir fyrir bæinn, stofnanir og íbúa.
Verkefnin eru mörg og oft árstíðabundin, til dæmis viðhald, viðgerðir og eftirlit á ýmsu sem tilheyrir gatnakerfinu, göngustígum, opnum svæðum og leikvöllum.
Dæmi um verkefni:
Á Kortavefnum eru ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi verkefni Þjónustumiðstöðvar, til dæmis staðsetningu ljósastaura, ruslatunna og bekkja auk gönguleiða og gatnakerfis.
Gatnakerfi bæjarins er um 130 km og hefur vaxið mjög hratt síðustu 10 árin með tilkomu nýrra hverfa í Áslandi, Völlum og Hellnahrauni. Síðustu ár hefur verið lögð aukin áhersla á umferðaröryggi með fjölgun 30 km hverfa, hraðahindrana, hringtorga og öruggum gönguleiðum í hverfum og milli hverfa.
Á götum og stígum í eigu Hafnarfjarðar er gatnalýsing í eigu Hafnarfjarðarbæjar og Vegagerðarinnar. Hafnarfjarðarbær sér um viðhald og rekstur á þeim hluta sem tilheyrir Hafnarfjarðarbæ með verktaka. Mestmegnis af lýsingunni er LED og er horft til ljósgæða, öryggis og hönnunarstaðla þegar lýsing er sett upp. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að lampar logi ekki, til dæmis ónýt pera eða lampi, bilun í streng eða í spennistöð. Eins getur verið kveikt á gatnalýsingunni að degi til þegar er verið að sinna viðhaldi.
Endilega sendu inn ábendingu ef það er eitthvað sem þú vilt að Þjónustumiðstöð kíki á. Til að hægt sé að bregðast við sem fyrst er best að fá mynd og staðsetningu með ábendingunni.
Var efnið hjálplegt?