Tíðari hirðing blátunnu

Fréttir

Frá og með 1. janúar 2019 er blátunna tæmd á 21 dags fresti. Ákveðið hefur verið að auka hirðutíðni m.a. í þeirri von að magn pappa í grátunnu hverfi alveg. Líta skal á sorphirðudagatal sem viðmiðunardagatal þar sem veðurfar, veikindi og bilanir geta haft áhrif.

Frá og með 1. janúar 2019 er blátunna tæmd á 21 dags fresti. Blátunna við hafnfirsk heimili hefur frá innleiðingu hennar hér í Hafnarfirði í september 2013 verið losuð á 28 daga fresti. Ákveðið hefur verið að auka hirðutíðni m.a. í þeirri von að magn pappa í grátunnu hverfi alveg. Blátunnur í öllum hverfum eru nú tæmdar á 21 dags fresti.  Líta skal á sorphirðudagatal sem viðmiðunardagatal þar sem veðurfar, veikindi og bilanir geta haft áhrif.

Grátunna og blátunna við hvert heimili í Hafnarfirði

Öll heimili í Hafnarfirði eiga að vera með grátunnu og blátunnu. Tilgangurinn er að auðvelda flokkun á sorpi og skapa um leið umhverfisvænna samfélag í takt við stefnu sveitarfélagsins í umhverfismálum. Markmiðið er að fá alla íbúa sveitarfélagsins til að auka flokkun á úrgangi og draga um leið úr magni urðaðs úrgangs. Þessi flokkun er sambærileg á öllu höfuðborgarsvæðinu og hjá mörgum fleiri sveitarfélögum á landinu. Spilliefni, málmar, timbur og aðrir stórir og þungir hlutir sem skemmt geta tækjabúnað mega ekki fara í sorpið en eiga að fara á gámastöðvar.

Blátunna – hvað fer í blátunnuna?

Í blátunnu skal setja allan pappírs- og pappaúrgang, s.s. dagblöð, tímarit, fernur, sléttan pappa, eggjabakka, skrifstofupappír og bylgjupappa. Ekki skal setja neinar matarleifar, plastpoka eða aukarusl í þessa tunnu. Gjald fyrir bláa tunnu er innifalið í sorphirðugjaldi og innheimt með fasteignagjöldum. Hægt er að sækja um aukatunnur ef þörf krefur og er þá greitt fyrir þær eftir gjaldskrá.

Sjá sorphirðudagatal blátunnu

Grátunna – hvað fer í grátunnuna?

Í grátunnuna fer almennt heimilissorp, s.s. matarleifar, bleiur, matarmengaðar umbúðir o.fl. Allt plast skal flokka frá og setja í sérpoka og setja í grátunnuna. Auk þess fara málmar eins og t.d. niðursuðudósir, krukkulok, álbakkar o.fl. lausir í tunnuna. Ekki skal setja neinn endurvinnanlegan pappír eða spilliefni í þessa tunnu. Spilliefni, málmar, timbur og aðrir stórir og þungir hlutir sem skemmt geta tækjabúnað mega ekki fara í sorpið en eiga að fara á gámastöðvar. Í móttökustöð SORPU í Gufunesi er pokarnir með plastinu flokkaðir frá með vélbúnaði og málmarnir flokkaðir frá með seglum.Úr lífræna hlutanum er framleitt metan. Grátunnan er losuð á 14 daga fresti. 

Sjá sorphirðudagatal grátunnu

Flokkunarvefur Sorpu

Bendum á flokkunarvef Sorpu en þar hægt að fá nákvæmar upplýsingar um hvar hver og einn hlutur á heima í flokkuninni.  Sjá flokkunarvef Sorpu  

Ábendingagátt