Týndu rusl í miðbænum og á Völlunum

Fréttir

Hreinsunarátakið í morgunn er hluti af hreinsunardögum bæjarins sem nú standa yfir. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar  eru á ferðinni um  bæinn og hirða garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.

Í morgunn fóru starfsmenn bæjarins í ráðhúsinu og á Norðurhellunni út og týndu rusl í miðbænum og á Völlunum.

Hreinsunarátakið í morgunn er hluti af hreinsunardögum bæjarins sem nú standa yfir. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar  eru á ferðinni um  bæinn og hirða garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.

Það voru fjölmargir svartir plastpokar sem voru fylltir að allskonar drasli og vakti það athygli hvað mikið var af sígarettustubbum í miðbænum.

Við hvetjum alla bæjarbúa til að taka þátt í hreinsunardögunum og huga að umhverfinu í kringum sig – tilvalið að taka einn ruslapoka með sér í næstu gönguferð.

Ábendingagátt