Unga fólkið okkar tekur þátt í #ÉGLOFA

óflokkað

Hópur nemenda úr grunnskólum Hafnarfjarðar tóku á föstudag þátt í lýðræðisfundi Barnaheilla. Barnaheill hefur hafið herferðina #ÉGLOFA sem er vitundarvakning á samfélagsmiðlum um kynferðisofbeldi gegn börnum.

Vitundarvakningin #ÉGLOFA

Hópur nemenda úr grunnskólum Hafnarfjarðar tóku á föstudag þátt í lýðræðisfundi Barnaheilla. Barnaheill hefur hafið herferðina #ÉGLOFA sem er vitundarvakning á samfélagsmiðlum um kynferðisofbeldi gegn börnum.
Fundurinn á föstudagsmorgun var upphafið á þessari herferð. Unga fólkið okkar fékk tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri. Meðal annars var rætt hvernig foreldrar, skólinn, stjórnvöld og aðrir gætu dregið úr kynferðisofbeldi gegn börnum.
Það þarf líklega ekki að taka það fram en þetta unga fólk sem við eigum voru svo frábær og töluðu sérstaklega fyrir því að önnur sveitarfélög tækju Hafnarfjörð sér til fyrirmyndar hvað varðar kynja- og kynfræðslu í skólum.

Fræðslan efld í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær efldi haustið 2023 kynfræðslu og kynjafræði í grunnskólum Hafnarfjarðar. Þá var tekin upp alhliða kynfræðsla og kynjafræðikennsla fyrir alla 8. – 10. bekki. Tilgangur og markmið nýju nálgunarinnar og aukinnar kennslu var að auka þekkingu og færni ungs fólks á kynheilbrigði, virðingu, mörkum, samskiptum, samþykki og öðrum grunnþáttum. Það hefur sýnt sig að unga fólkið okkar er ánægt með þetta skref.
#ÉGLOFA er vitundarvakningin Barnaheilla og ákall til fullorðinna í samfélaginu um að leggja sitt af mörkum til að útrýma kynferðisofbeldi gegn börnum á Íslandi. „Því miður er staðreyndin sú að alltof mörg börn eru beitt kynferðisofbeldi og alltof fá þeirra segja frá ofbeldinu,“ segir á vef átaksins hjá Barnaheillum. Kynntu þér málið hér.
Ábendingagátt