Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Með auknum fólksfjölda og aukinni neyslu er mikilvægt að huga að flokkun úrgangs svo hægt sé að endurnýta eða endurvinna í stað þess að urða. Hringrásarhagkerfið er hagkerfi þar sem vörur, hlutir og efni halda verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögulegt er. Markmiðið er að lágmarka úrgangsmyndun og mengun, draga úr auðlindanotkun með því að koma vörum og hráefnum í hringrás og þannig auka líftíma auðlinda jarðar.
Með auknum fólksfjölda og aukinni neyslu er mikilvægt að huga að flokkun úrgangs svo hægt sé að endurnýta eða endurvinna í stað þess að urða. Hringrásarhagkerfið er hagkerfi þar sem vörur, hlutir og efni halda verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögulegt er. Markmiðið er að lágmarka úrgangsmyndun og mengun, draga úr auðlindanotkun með því að koma vörum og hráefnum í hringrás og þannig auka líftíma auðlinda jarðar. Heimilisúrgangur er sá úrgangur sem fellur til á heimili við venjulegan heimilisrekstur og er sérstaklega safnað og skilað í sorpílát, grenndargáma eða endurvinnslustöðvar. Húsnæðiseigendur greiða sorphirðugjald sem safnast með fasteignagjöldunum fyrir að láta sækja heimilissorpið þeirra að heimilinu auk reksturs grenndarstöðva. En veistu hvað verður um heimilissorpið þitt?
Terra, sem er hafnfirskt fyrirtæki og sorphirðuþjónustufyrirtæki Hafnarfjarðarbæjar, losar sorpílát með heimilissorpi bæjarbúa á tvískiptum sorphirðubílum sem keyrðir eru áfram af metani. Tveir sorpflokkar eru losaðir hverju sinni, matarleifar og blandaður úrgangur á 2ja vikna fresti og plastumbúðir og pappír og pappi á 4ra vikna fresti samkvæmt sorphirðudagatali. Þaðan er heimilissorpið flutt í starfsstöðvar Sorpu í Gufunesi og Álfsnesi. Sorpa er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu en hlutverk þeirra er meðhöndlun úrgangs í samræmi við lögbundna skyldu sveitarfélaganna. Á starfsstöð Sorpu í Álfsnesi er hver sorpflokkur losaður á viðeigandi móttöku- og flokkunarstöð.
Matarleifar fara í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð, og eru endurnýttar í moltugerð og metanframleiðslu. Næringin úr moltunnni fer aftur inn í hringrásina og metanið keyrir til dæmis áfram sorphirðubíla Terra. Blandaður úrgangur er hakkaður og málmar vélrænt flokkaðir úr, síðan baggað og urðað á urðunarstaðnum í Álfsnesi. Hafin er vinna að því að senda brennanlegan úrgang til Stena Recycling AB í Svíþjóð, sem er endurvinnsluaðili Sorpu, til endurnýtingar. Með því verður íslenskur úrgangur nýttur til orkuframleiðslu í Svíþjóð í stað þess að hann sé urðaður á Íslandi. Plastumbúðir eru pressaðar í bagga til að draga úr rúmmáli og síðan flutt til Stena Recycling. Þar er plastið flokkað eftir tegundum og endurunnið sem hægt er, en plast sem hentar ekki í endurvinnslu fer til orkuvinnslu. Pappír og pappi er pressaður og fluttur til Stena Recycling. Þar eru drykkjarfernur flokkaðar frá pappírsstraumnum til að auðvelda endurvinnsluferlið, en fernurnar rýra endurvinnslumöguleika annars pappírs. Bylgjupappi, pappir, dagblöð og karton er endurunnið í nýjar umbúðir, til dæmis stílabækur og salernispappír. Fernurnar fara í sértæka endurvinnslu.
Sorpa starfrækir sex grenndarstöðvar í Hafnarfirði. Á öllum stöðum eru gámar fyrir pappír, plast og gler, auk fatagáma frá RKÍ og flöskugáma frá Skátunum á einhverjum þeirra. Stór málmgámur er staðsettur við grenndarstöðina við Fjörð.
Ef þú ert í vafa um flokkun á þínum heimilis- og/eða framkvæmdaúrgangi þá er ítarlega leitarvél að finna á vef Sorpu. Þar er einnig hægt að sjá hvort, hvar og í hvað sorpið fer í endurvinnslu eða endurnýtingu.
Nánari upplýsingar um fjórflokkunina almennt
Sértækar upplýsingar um framkvæmd og fyrirkomulag í Hafnarfirði
Kaupa nýtt ílát
Sala er hafin á öllum gerðum 240L sorpíláta
Flokkun gengið vonum framar – vel gert íbúar!
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.