Margt um manninn á sýningu Þríradda í Hafnarborg

óflokkað

Þann 12. ágúst, síðastliðinn, sýndi sviðslistahópurinn Þríradda sviðsverkið SinfóNýja í Apótekinu í Hafnarborg við góðar viðtökur. Sýningin var afrakstur skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði. Hópinn skipa þau; Benedikt Gylfason, Hanna Hulda Hafþórsdóttir og Íris Ásmundar. Hópurinn sameinaði tónlist, kvikmyndagerð og danslist, en sýningin byggist á hugarheimi persóna sem tilheyra klassískri sinfóníuhljómsveit.

Þann 12. ágúst, síðastliðinn, sýndi sviðslistahópurinn Þríradda sviðsverkið SinfóNýja í Apótekinu í Hafnarborg við góðar viðtökur. Sýningin var afrakstur skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði. Hópinn skipa þau; Benedikt Gylfason, Hanna Hulda Hafþórsdóttir og Íris Ásmundar. Hópurinn sameinaði tónlist, kvikmyndagerð og danslist, en sýningin byggðist á hugarheimi persóna sem tilheyra klassískri sinfóníuhljómsveit.

Þríradda – Benedikt Gylfason, Hanna Hulda Hafþórsdóttir og Íris Ásmundardóttir

Skil milli raunveruleika og hliðarheims verða óskýr

“SinfóNýja er í fjórum þáttum, líkt og sinfónískt tónverk, hvert listform fær að vera í forgrunni í fyrstu þremur þáttunum en sameinast í eitt í lokakaflanum. Verkið snertir á hugmyndum og tilfinningum líkt og egói, óöryggi, fullkomnun, mikilmennsku, tilfinningunni um að vera á stað sem manni finnst maður ekki eiga heima á, sem og meðvirkni í mismunandi aðstæðum sem krefjast þess að maður fái ekki að vera fullkomlega maður sjálfur. Skil milli raunveruleika og hliðarheims verða óskýr og kannað er hvernig hugmyndin um sjálfið sveiflast milli þessa tveggja heima.”

Hópnum vel fagnað í lok sýningar

Flytjendur verksins voru Íris Ásmundar & Benedikt Gylfason ásamt dönsurunum Söru Lind Guðnadóttur og Rebekku Guðmundsdóttur. Um lýsingu, sviðsetningu og leikmynd sá Hanna Hulda Hafþórsdóttir, Hafey Þormarsdóttir og Albert Eriksen. Rut Sigurðardóttir, Ágústa Bergrós Jakobsdóttir og Svanhildur Júlía spiluðu í forleik verksins meðan áhorfendur gengu inn í salinn.

Vel var mætt á sýninguna og sumir þurftu að standa til að komast fyrir. Áhorfendur voru mjög hrifnir og var hópnum vel fagnað í lok sýningar. Eftir sýningu nutu áhorfendur svo veitinga frá Töst og Omnom og fögnuðu með Þríradda hópnum.

Þakka öllum þeim sem hjálpuðu til við að gera sýninguna að veruleika

Klara Elías og Hafnarfjarðarbær, Listdansskóli Íslands, MUNA Himnesk Hollusta, Collab Ísland/Ölgerðin, Steindal ehf., Hafnarborg & Aldís Arnardóttir, Stéphan Adam & Ey Studio, Ágústa Ýr förðunarfræðingur, Úlfur Arnalds, Luca Furlan, Lína Rut Árnadóttir, Hugi Einarsson, Logi Guðmundsson, Sinfóníuhljómsveit Íslands & Hjördís Ástráðsdóttir.

Hér má sjá nokkrar vel valdar stillur úr myndbandsverkinu sem var hluti af sýningunni, myndir frá sýningunni sjálfri og af gestum sem fögnuðu með hópnum eftir sýninguna!

Ása Sigríður Þórisdóttir, Hafdís Ólafsdóttir og Klara Elías

Vigdís Birna Grétarsdóttir, Hafey Þormarsdóttir, Lea Alexandra Gunnarsdóttir, Steinunn Þórðardóttir og Kristína Rannveig Jóhannsdóttir Graßhoff

Gígja Jónsdóttir, Jófríður Jökla Eysteinsdóttir og Aldís Yngvadóttir

Margrét Alice Birgisdóttir og Íris Ásmundardóttir

Benedikt Gylfason og Gylfi Ástbjartsson

Nanna Guðbergsdóttir og Nadja Oliversdóttir

Sviðslistahópurinn Þríradda – Benedikt Gylfason, Hanna Hulda Hafþórsdóttir og Íris Ásmundardóttir

Hafdís Ólafsdóttir og Ebba Guðný Guðmundsdóttir

Hrefna Kristrún Jónasdóttir, Ásmundur Jónsson og Erna Kristín Jónasdóttir

Ingibjörg Björnsdóttir og Nanna Ólafsdóttir

Íris María, Guðný Arnardóttir og Anney Bæringsdóttir

Pálmi Jónsson og Thelma Magnúsdóttir

Ábendingagátt