Tóku stöðuna fyrir farsæld hafnfirskra barna

Fréttir

Tengiliðir farsældar leik-, grunn- og framhaldsskóla ásamt heilsugæslum í Hafnarfirði hafa fundað til að samræma upplýsingaöflunina vegna farsældarlaganna og verklags Brúarinnar hjá Hafnarfjarðarbæ. Á fundunum var farið yfir hlutverk tengiliða samkvæmt lögunum og verkferlum brúarinnar en þau eiga að tryggja að öll börn fái þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda.

 

 

Þjónustu fyrir börn þegar þau þurfa á að halda!

Tengiliðir farsældar leik-, grunn- og framhaldsskóla ásamt heilsugæslum í Hafnarfirði hafa hist á tveimur stöðufundum til að samræma upplýsingaöflunina vegna farsældarlaganna og verklags Brúarinnar hjá Hafnarfjarðarbæ. Fundirnir voru undir formerkjunum gagnkvæmrar upplýsingaöflunar.

Eiríkur K. Þorvaldsson, deildarstjóri fjölskyldu- og skólaþjónustu, og Erla Björg Rúnarsdóttir, verkefnisstjóri innleiðingar og samþættingar vegna farsældar barna, leiddu fundina sem eru liður í innleiðingu á  laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Þau tóku gildi 2021. Lög tryggja að börn og fjölskyldur þeirra falli ekki á milli kerfa og verði ekki send á eigin ábyrgð milli þjónustuaðila innan sveitarfélaga og ríkisstofnana.

Hlutverk og verklag skýrt

Á fundunum var farið yfir hlutverk tengiliða samkvæmt lögunum og verkferlum Brúarinnar en Hafnarfjarðarbær hefur verið að samþætta þjónustu á sviðunum mennta- og lýðheilsusviði og fjölskyldu- og barnamálasviði síðan verklag brúarinnar var innleit árið 2018. Rauði þráðurinn í Brúnni snýr einmitt að velferð og lífsgæðum barna og fjölskyldna þeirra. Helstu áskoranir sveitafélagsins í dag er að aðlaga verklagið að lögunum. Fundirnir voru liður í því að vinna með lykilaðilum í þeirri vinnu.

Öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda. Eins og segir á vef farsældarlaganna getur verið flókið að fá aðstoð við hæfi og vita hvert eigi að leita eftir henni. Lögin eigi að tryggja að börn og foreldrar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum.

Sjá nánar um farsældarlögin hér.

Ábendingagátt