Komdu og fagnaðu þjóðhátíð með okkur heima í Hafnarfirði 

Þjóðhátíðarveisla sem teygir anga sína víða um bæinn verður í boði víðsvegar um Hafnarfjörð. Þjóðhátíðardagurinn hefst með fánahyllingu á Hamrinum kl. 8 í boði Skátafélagsins Hraunbúa og lýkur með glæsilegri kvölddagskrá á Thorsplani.

8:00 FÁNAR DREGNIR AÐ HÚNI OG FÁNAHYLLING Á HAMRINUM 

Skátafélagið Hraunbúar flaggar víðsvegar um bæinn.
 

9:00-13:00 SJÓSUND VIÐ LANGEYRARMALIR 

Sjósundsfélagið Urturnar leiðbeina bæjarbúum við sjósund. Fargufan rjúkandi og Sundhöll Hafnarfjarðar opin. 

 

10:00-16:00 BRETTAFÉLAG HAFNARFJARÐAR SELHELLU 

Opið hús í nýju hjólabrettaaðstöðunni á Selhellu 7. Hægt verður að koma og leika sér á hjólabrettum, BMX og hlaupahjólum. Aðgangur ókeypis! 

 

10:00-18:00 SIGLINGAFÉLAGIÐ ÞYTUR OPIÐ HÚS 

Siglingafélagið Þytur verður með opið hús. Hægt er að fá að prófa hina ýmsu báta sér að kostnaðarlausu. Á opnum húsum er hægt að velja um að róa kajak, fara á SUP bretti, sigla kænum og jafnvel fara í siglingu á kjölbát.  

 

11:00 ÞJÓÐBÚNINGASAMKOMA Í FLENSBORG 

Annríki – Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og hvetur Hafnfirðinga til að taka fram þjóðbúninga allra landa.Þjóðbúningamyndataka við Hafnarborg kl. 15:00. 

 

12:00 – 15:00 BÓKASAFN HAFNARFJARÐAR 

Verið velkomin á Bókasafnið á þjóðhátíðardaginn! Tónlist, faldafreyjur, kaffi og með því – allt með sínu fasta og þjóðlega formi. 

Fjallkonan verður skautuð og skrýdd í kyrtil, og fræðsla um íslenska búninginn verður samtímis, en viðburðurinn hefst kl. 12:30. Eftir það tekur nikkan við og við njótum dagsins saman. 

Fjölmenningarleg hátíð GETU– hjálparsamtaka. Fögnum bæði þjóðmenningu og fjölmenningu, fjölbreytni og nýjum siðum jafnt sem gömlum.

Tónlist, kaffi kleinur og yndislegheit allan daginn! 

 

12:00-17:00 HAFNARBORG STRANDGÖTU 34 

Sýningar Hafnarborgar verða opnar eins og venjulega á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 12-17 en auk þess mun Annríki halda sérstaka þjóðbúningasýningu í Apótekinu á jarðhæð safnsins, líkt og hefð hefur skapast fyrir í safninu undanfarin ár. Sýningin nefnist Fjallkonan – „[A]f yðar mynd er Ísland kallað „fjallkonan fríð“. Í tilefni 80 ára afmælis íslenska lýðveldisins verður fjallað um hugmyndir Sigurðar Guðmundssonar málara um sérstakan íslenskan þjóðbúning kvenna sem skrýða skyldi allar fjallkonur Íslands. Skautbúningar og kyrtlar, handverk og tíska verður í aðalhlutverki en einnig konurnar sem unnu að búningagerðinni ásamt Sigurði. 

Þá má sjá verk eftir þátttakendur sumarnámskeiðs Hafnarborgar í myndlist í bogastofunni á efri hæð safnsins. Í tengslum við sýningu Annríkis bendum við einnig á að þjóðbúningamyndataka fer fram við Hafnarborg kl. 15:00. 

Um yfirstandandi sýningar safnsins 

Í aðalsal Hafnarborgar er sýningin Í tíma og ótíma. Á sýningunni er sjónum beint að margvíslegum birtingarmyndum tímans í verkum ‏þ‏‏riggja alþjóðlegra samtímalistakvenna, Örnu Óttarsdóttur, Amy Brener og Leslie Roberts. Tíminn er skoðaður í víðu samhengi, allt frá heimspekilegum vangaveltum um hugtak og eðli hans, til þeirrar persónulegu túlkunar á samtímanum sem einkennir verkin. Hugleiðingarnar um tíma fléttast á mismunandi hátt inn í verk ‏og vinnuaðferðir allra þriggja listakvennanna.
Í Sverrisal er svo einkasýning Guðnýjar Guðmundsdóttur, Kassíópeia. Á sýningunni getur að líta mestmegnis ný og nýleg verk eftir listakonuna, sem hún vinnur á pappír og í leir, auk vídeóverka. Þá speglar hún sjálfa sig í verkunum og dregur fram pælingar um sært egó, sjálfsupphafningu og sjálfselsku, þar sem innblástur er sóttur í gríska goðafræði. 

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin. 

 

13:00 SKRÚÐGANGA FRÁ FLENSBORGARSKÓLA 

Gengið niður Hringbraut, eftir Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Skátafélagið Hraunbúar og víkingar leiða skrúðgönguna. 

 

13:30-16:30 ÍÞRÓTTAHÚSIÐ STRANDGÖTU 

Badmintonfélag Hafnarfjarðar verður með opið hús þar sem hægt verður að prófa borðtennis og badminton ásamt þrautabraut fyrir yngstu kynslóðina. Einnig verður hægt að kaupa rjúkandi heitar vöfflur og kaffi til styrktar keppnisfólki félagsins. Fyrir utan íþróttahúsið verður hoppukastali. 

 

13:30 -16:30 HÁTÍÐARHÖLD Á THORSPLANI 

Hátíðarhöldin í miðbæ Hafnarfjarðar hefjast með formlegri dagskrá og skemmtiatriðum á Thorsplani. 

 • Kl. 13:30 Karlakórinn Þrestir 
 • Kl. 13:35 Ávarp fjallkonu 
 • Kl. 13:45 Setning hátíðarhalda
 • Kl. 13:55 Víkingabardagi – Rimmugýgur 
 • Kl. 14:15 Sýning frá Listdansskólanum 
 • Kl. 14:20 Klara Elías 
 • Kl. 14:40 Una Torfadóttir 
 • Kl. 15:00 Bríet 
 • Kl. 15:30 Bestu lög barnanna – Sylvía Erla & Árni Beinteinn 
 • Kl. 16:00 Lil Curly 

Kynnar: Kolbrún María Másdóttir leikkona og Arnór Björnsson leikari 

 

13:30-16:30 HÖRÐUVELLIR 

 • Hringekja – frábært sextán manna tívolítæki fyrir allan aldur!
  Ókeypis aðgangur! 
 • Hoppukastalar 
 • Andlitsmálun barnanna sér um fría andlitsmálun frá kl. 13:30-16:30
 • Snædrottningin og Kóngulóarkonan verða á ferð um hátíðarsvæðið og heilsa upp á gesti frá kl. 14:00-16:00 
 • Húlladúllan frá kl. 15:00-16:00 
 • Matarvagnar: Dons Donuts og Tasty

HRAFNISTA/SÓLVANGUR 

Kvartettinn Barbari heldur tónleika á Hrafnistu og Sólvangi.  

13:30 HELLISGERÐI

Bollakökur í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins á meðan birgðir endast. 

 • 13:30-16:30 Pláneta – skynjunarleikstöðvar. Pláneta býður börnum að koma og fagna þjóðhátíðardeginum með sér í skapandi og örvandi skynjunarupplifun. Á þessari einstöku skynjunarleikstund í Hellisgerði verður boðið upp á leikstöðvar á borð við leirsmiðju, hveitisand, sullkrók og margt fleira skemmtilegt! 
 • 14:30-15:00 Andri Eyvindsson trúbador verður með samsöng fyrir börn á grunn- og leikskólaaldri 
 • 15:00-15:20 RAUST flytur ættjarðarlög og aðra kórtónlist

STRANDGATA, STRÆTI OG TORG HELLISGERÐI

 • Hoppukastalar víðsvegar um hátíðarsvæðið 
 • Matarvagnar Reykjavík Street Food við Thorsplan: Dons Donuts, Garibe Churros, Wheesh, Pablo Fish & Chips og Komo.
 • Óvæntar uppákomur Listahóps Vinnuskóla Hafnarfjarðar 
 • Teymt undir börnum á hestum frá Hestamannafélaginu Sörla við endann á Austurgötunni frá kl. 14-16 

13:30 -16:30 AUSTURGÖTUHÁTÍР

 • Íbúar Austurgötu bjóða Hafnfirðinga og nærsveitarmenn velkomna líkt og fyrri ár.

15:00 RISA VÍNYLPLÖTUMARKAÐUR, VITASTÍG 1

 • Í garðinum á Vitastíg 1 verður vínylplötumarkaður, Soffía Karlsdóttir söngkona kemur fram og boðið verður uppá kaffi, kökur og tónlist allan daginn.

16:30 HAFNARFJARÐARKIRKJA

Íslensk ættjarðarlög í Hafnarfjarðarkirkju. Barbörukórinn heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju á þjóðhátíðardaginn þann 17. júní klukkan 16:30.

Á dagskránni eru perlur íslenskra ættjarðarlaga í tilefni dagsins. Aðgangur ókeypis.

11:00-18:00 VÍKINGAHÁTÍÐ Á VÍÐISTAÐATÚNI 

Víkingahátíðin í Hafnarfirði fer fram á Víðistaðatúni dagana 13.-18. júní og er aðgangur ókeypis. Yfir 150 víkingar leggja leið sína í Hafnarfjörð innan og utan landsteinanna.  

Dagskráin er fjölbreytt og mikið um að vera, þar má telja; bardagasýningu, handverksýningu, víkingaleiki, eldsmíði, jurtalitun, víkingaskóla fyrir börn, fjölbreyttir sölubásar, bogfimikeppni, veitingar & veigar. Fjöllistamaðurinn Björke snýr aftur eftir langa fjarveru og hljómsveitin Frænde spilar fyrir gesti yfir daginn. Frænde verða með tónleika á Ægir Brugghús á laugardagskvöld. 

Hægt verður að prófa bæði bogfimi og axarkast gegn vægu gjaldi, allur ágóði rennur beint í Víkingahátíð í Hafnarfirði. Rimmugýgur býður ykkur velkomin á 27. hátíðina sem þau halda í Hafnarfirði. 

 

11:00-17:00 BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR 

Opið í öllum húsum og ókeypis aðgangur 

Kl. 14:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar mun spila leikandi létta sumartónlist. 

 • Ljósmyndasýning á Strandstígnum: Brot af því besta! Bestu ljósmyndir safnkostsins frá árunum 1890-1980. 
 • Pakkhúsið, Vesturgata 6, opið 11:00 – 17:00.
  Í Pakkhúsinu eru þrjár sýningar í gangi í einu. Í forsal safnsins er þemasýnigin Þorp verður bær; Hafnarfjörður 1960 – 1975. Gert er grein fyrir íbúafjölguninni á þessum árum og hvað það hafði í för með sér. Uppbygging nýrra hverfa, ný atvinnutækfæri, fjölgun skóla og bætt íþróttaaðstaða.
  Að vanda er föst sýning um sögu bæjarins frá landnámi til okkar daga og svo er á efstu hæð  leikfangasýning sem er sérstaklega ætluð börnum. 
 • Bookless bungalow, Vesturgögu 32, er opið milli kl. 11:00 – 17:00. Ný og uppfærð sýning sem kallast Frá Bookless til bæjarútgerðar þar sem lögð hefur verið aukin áhersla á bæjarútgerðina. Á sýningunni má einnig sjá stássstofu Bookless-bræðra og fræðast um tímabil erlendu útgerðanna í Hafnarfirði á fyrrihluta 20. aldar. 
 • Siggubær, Kirkjuvegi 10, er opinn milli kl. 11:00 – 17:00. Bærinn er varðveittur sem sýnishorn af heimili sjómanna í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar. Þar má  upplifa og kynnast því hvernig alþýðufólk í bænum bjó á þeim tíma. 
 • Beggubúð, Kirkjuvegur 3b, verslunarminjasýning í þjóðhátíðaranda. 
 • Sívertsens-húsið, Vesturgata 6, Saga Bjarna Sívertsen „föður Hafnarfjarðar“ og heimili yfirstéttafjölskyldu frá upphafi 19. aldar. 

 

19:00-22:00 TÓNLISTARVEISLA Á THORSPLANI 

Kvölddagskrá í hjarta Hafnarfjarðar á sjálfan þjóðhátíðardaginn, fram koma ungir tónlistarmenn í bland við aðra reyndari. 

 

 • Kl. 19 – 20 Ungir listamenn hita upp 
 • Kl. 19:00 Gravity is optional 
 • Kl. 19:20 Little Menace 
 • Kl. 19:40 Ballados 
 • Kl. 20:00 VÆB 
 • Kl. 20:20 Sigga Ózk 
 • Kl. 20:40 GDRN  
 • Kl. 21:10 Háski 
 • Kl. 21:30 Prettyboitjokkó 

 

Kynnir: Arnór Björnsson leikari 

 

Matarvagnar Reykjavík Street Food við Thorsplan: Dons Donuts, Garibe Churros, Wheesh, Pablo Fish & Chips, Komo og Pop up Pizza.

 

SAMGÖNGUR OG UMFERÐALOKANIR 

Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan á hátíðarhöldum stendur: 

 • Strandgata við Lækjargötu 
 • Linnetsstígur við Fjarðargötu og Hverfisgötu 23 
 • Austurgata frá Linnetsstíg 
 • Mjósund við Austurgötu 
 • Tjarnabraut frá Arnarhrauni að Lækjarskóla 
 • Bílastæði fatlaðra við Linnetsstíg 1 

 

Bæjarbúar eru hvattir til að leggja bílum löglega nálægt miðbænum, ganga eða taka strætó á viðurðarstæði. Bendum á fjölmörg bílastæði við smábátahöfnina, Lækjarskóla, Tækniskólann, Flensborg, Íþróttahúsið við Strandgötu og Víðistaðaskóla. 

VINSAMLEGAST, SKILJUM HUNDANA EFTIR HEIMA 

Að gefnu tilefni er bent á að hundum líður betur heima en í mannmergð og fólksfjölda.

ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND 

Kristjana Ósk Jónsdóttir 

Einar Gauti Jóhannsson 

Sigurður Pétur Sigmundsson 

 

FRAMKVÆMDANEFND 

Tinna Dahl Christiansen 

Geir Bjarnason
Margrét Gauja Magnúsdóttir 

Stella Björg Kristinsdóttir
Bergþór Snær Gunnarsson
 

Dagskrá getur breyst án fyrirvara og viðburðir bæst við eða frestast. 

 

Ábendingagátt