Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sýningar Hafnarborgar verða opnar eins og venjulega á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 12-17 en auk þess mun Annríki halda sérstaka þjóðbúningasýningu í Apótekinu á jarðhæð safnsins, líkt og hefð hefur skapast fyrir í safninu undanfarin ár.
Sýningin nefnist Fjallkonan: „[A]f yðar mynd er Ísland kallað „fjallkonan fríð““. Í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins verður fjallað um hugmyndir Sigurðar málara Guðmundssonar um sérstakan íslenskan þjóðbúning kvenna sem skrýða skyldi allar fjallkonur Íslands. Skautbúningur og kyrtlar, handverk og tíska verður í aðalhlutverki en einnig konurnar sem unnu að búningagerðinni ásamt Sigurði. Í tengslum við sýningu Annríkis bendum við svo á að þjóðbúningamyndataka fer fram við Hafnarborg kl. 15.
Í bogastofunni á efri hæð safnsins verða einnig til sýnis verk eftir þátttakendur sumarnámskeiðs Hafnarborgar í myndlist.
Um yfirstandandi sýningar safnsins
Í aðalsal Hafnarborgar stendur sýningin Í tíma og ótíma. Á sýningunni er sjónum beint að margvíslegum birtingarmyndum tímans í verkum þriggja alþjóðlegra samtímalistakvenna, Örnu Óttarsdóttur, Amy Brener og Leslie Roberts. Tíminn er skoðaður í víðu samhengi, allt frá heimspekilegum vangaveltum um hugtak og eðli hans, til þeirrar persónulegu túlkunar á samtímanum sem einkennir verkin. Hugleiðingarnar um tíma fléttast á mismunandi hátt inn í verk og vinnuaðferðir allra þriggja listakvennanna.
Í Sverrisal er svo einkasýning Guðnýjar Guðmundsdóttur, Kassíópeia. Á sýningunni getur að líta mestmegnis ný og nýleg verk eftir listakonuna, sem hún vinnur á pappír og í leir, auk vídeóverka. Þá speglar hún sjálfa sig í verkunum og dregur fram pælingar um sært egó, sjálfsupphafningu og sjálfselsku, þar sem innblástur er sóttur í gríska goðafræði.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.
Á næstu Síðdegistónum í Hafnarborg, föstudaginn 22. nóvember kl. 18, býður gítarleikarinn Andrés Þór til leiks norrænt tríó sem er…
Laugardaginn 23. nóvember kl. 13-15 býður Hafnarborg upp á fjöltyngda listasmiðju þar sem arabísk leturtákn verða innblástur fyrir listræna sköpun…
Sunnudaginn 24. nóvember kl. 14 mun Pétur Thomsen, myndlistarmaður, taka á móti gestum og fjalla um sýninguna Landnám, þar sem…