Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Laugardaginn 22. mars kl. 13-15 býður Hafnarborg upp á fjöltyngda listasmiðju þar sem ímyndunarafl, blöndun menningarheima og draumar verða kannaðir undir leiðsögn listamannanna Nermine El Ansari og Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur. Tungumál smiðjunnar eru íslenska, enska og arabíska.
Í smiðjunni verður börnum og fullorðnum boðið að búa til sína eigin draumaheima í gegnum klippimyndir. Hvað gerist þegar brot úr íslensku landslagi blandast við mynstur úr persnesku teppi eða arkitektúr frá Sýrlandi? Ímynduðum heimum eru engin takmörk sett, geimskip geta lent á Mýrdalsjökli eða Taj Mahal risið á Sprengisandi. Komdu með fjölskylduna og kannaðu þinn ímyndaða heim! Allur efniviður verður á staðnum.
Nermine El Ansari (f. 1975) er egypsk listakona sem býr til skiptis í Reykjavík, Kaíró og Marseille. Hún er með MA-gráðu í margmiðlun frá Listaakademíunni í París og BA-gráðu í málaralist frá Akademíunni í Versölum.
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (f. 1976) er íslensk listakona búsett í Hafnarfirði. Hún er með MA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands, auk BA-gráðu í listasögu frá Háskólanum í Árósum. Ingunn Fjóla er jafnframt stofnandi GETU – hjálparsamtaka.
Á mínu máli er viðburðaröð sem miðar að því að auka aðgengi fólks með margs konar bakgrunn að Hafnarborg með því að bjóða gesti velkomna á ólíkum tungumálum. Viðburðurinn er samstarf Hafnarborgar og GETU – hjálparsamtaka sem með fjölbreyttum viðburðum og félagsstarfi leitast við að stuðla að inngildingu og jákvæðri fjölmenningu. Verkefnið er styrkt af safnasjóði.
Smiðjan fer fram á jarðhæð safnsins. Hún er opin öllum aldurshópum en börn skulu vera í fylgd með foreldri eða forráðamanni. Eins og alltaf er þátttaka í smiðjum sem og aðgangur að sýningum safnsins gestum að kostnaðarlausu.
Sunnudaginn 27. apríl kl. 20 fara fram í Hafnarborg tónleikar Gunnhildar Einarsdóttur, hörpuleikara, og Matthiasar Englers, slagverksleikara, undir merkjum Ensemble…
Sunnudaginn 27. mars kl. 14 býður Tónagull í samstarfi við Hafnarborg upp á fjöltyngda tónlistarsmiðju fyrir fjölskyldur með ung börn (0-4) ára. Í smiðjunni skemmta…
Þriðjudaginn 6. maí kl. 12 bjóðum við ykkur velkomin á síðustu hádegistónleika vormisseris í Hafnarborg en þá verður Edda Austmann, mezzósópran, gestur Antoníu…