Líður að jólum – og nýir titlar flæða í hillurnar. Bókasafn Hafnarfjarðar hampar vel völdum höfundum og framlagi þeirra til jólabókaflóðsins í hverri viku nóvembermánaðar, á þriðjudögum kl. 17:30.

 

 

Jón Kalman er flestum bókabéusum kunnugur, en hann kynnir hér nýjustu skáldsögu sína, Himintungl við heimsins ystu brún.

 

 

Jón Kalman Stefánsson fæddist í Reykjavík 17. desember 1963. Hann bjó síðar í Keflavík og var með annan fótinn vestur í Dölum. Árin sem hann bjó í Kaupmannahöfn, las hann, skúraði og taldi strætisvagna. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Með byssuleyfi á eilífðina, kom út árið 1988.

 

 

Jón Kalman hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, og þrisvar sinnum til þeirra íslensku – eða fjórum sinnum, því einu sinni hlaut hann þau! Það var fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin, sem kom út árið 2005. Bækur hans eru þýddar á fjölmörg tungumál, hann kemur út í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu og Portúgal … og svo mætti lengi telja. Önnur bókin í Vestfjarðaþríleiknum, Harmur englanna, er nýkomin út á arabísku
Ábendingagátt