Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opið allar helgar á aðventunni frá kl. 13:00-18:00. Í ár verður einnig opið á föstudögum frá 17:00-21:00. Upplifðu huggulegheit og áhyggjulausa jólastemningu í Jólaþorpinu á Thorsplani. Ilmandi kræsingar, handgerðar jólagjafir og óvæntar uppákomur. Jólasveinarnir koma í heimsókn á laugardögum og Grýla verður á vappi um bæinn á sunnudögum.

Hin landsþekktu hafnfirsku jólahús
Fagurlega skreyttu jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmiskonar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Þar er tilvalið að leita að hinni fullkomnu jólagjöf á meðan þú nýtur gómsætra veitinga sem ylja að innan.

Heimsókn í huggulegasta heimabæ höfuðborgarsvæðisins
Skelltu þér í alvöru kaupstaðarferð, skildu jólastressið eftir heima og kláraðu innkaupin með heimsókn í huggulegasta heimabæ höfuðborgarsvæðisins. Í miðbæ Hafnarfjarðar er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu. Fjölbreyttar og fallegar verslanir með áherslu á hönnun eru allt um bæinn, sem og veitingastaðir og kaffihús af bestu gerð þar sem njóta má á staðnum eða grípa dýrindis bakkelsi og rétti til að taka með sér heim.

Strandgata breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið.

Komdu heim í Hafnarfjörð á aðventunni!
Sjáumst í Jólaþorpinu!

Ábendingagátt