Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Þriðjudaginn 1. október kl. 12 bjóðum við ykkur velkomin á næstu hádegistónleika í Hafnarborg en að þessu sinni verður Vera Hjördís Matsdóttir gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda tónleikaraðarinnar. Yfirskrift tónleikanna er „Ást og lygar“ en á efnisskránni eru ástríðufullar aríur úr óperum eftir Mozart, Donizetti, Puccini og Gounod.
Vera Hjördís Matsdóttir, sópran, lauk meistaragráðu í klassískum söng við Konunglega tónlistarháskólann í Haag fyrr á þessu ári. Þar áður útskrifaðist hún með bakkalárgráðu við Listaháskóla Íslands vorið 2020. Kennarar hennar voru Hanna Dóra Sturludóttir, Kristinn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Þóra Einarsdóttir. Við útskrift frá Listaháskólanum var Vera valin sem styrkhafi úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen. Hún var einnig í hópi þeirra sextán afburðanámsmanna sem hlutu námsstyrk frá Landsbankanum vorið 2023.
Vera kemur reglulega fram sem einsöngvari hér á landi en meðal nýlegra verkefna má nefna þátttöku í tónleikaröðinni Velkomin heim og framkomu með Lorelei Collective á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Vera fór einnig með aðalhlutverkið í nýrri íslenskri óperu eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur, SKJÓTA, sem sýnd var í Ásmundarsal, auk þess sem hún kom fram sem einsöngvari í flutningi á Oratorio de Noël eftir Saint-Saëns í Seltjarnarneskirkju undir hljómsveitarstjórn Stefans Sands. Nú í vetur mun Vera svo fara með hlutverk Barbarínu í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart í uppsetningu Kammeróperunnar í samstarfi við Borgarleikhúsið. Vera fer einnig með sama hlutverk í óperunni Hliðarspori, sem samin er af Þórunni Guðmundsdóttur.
Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, sem hafa verið fastur liður í dagskrá safnsins síðan 2003. Þar hefur Antonía fengið til liðs með sér marga af fremstu söngvurum landsins en markmiðið með tónleikunum að veita gestum tækifæri til að njóta lifandi tónlistarflutnings í góðu tómi. Þá fara hádegistónleikarnir að jafnaði fram fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið opnar kl. 11:30 og tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.
Laugardaginn 12. október kl. 14 bjóðum við ykkur velkomin á listamannaspjall um haustsýningu safnsins, Óþekkta alúð, ásamt þeim Eddu Karólínu,…
Sunnudaginn 13. október kl. 14 verður boðið upp á sjónlýsingu um sýningu Elínar Sigríðar Maríu Ólafsdóttur „Við sjáum það sem…
[Polski poniżej.] Laugardaginn 5. október kl. 14 mun myndlistarmaðurinn Lukas Bury bjóða upp á leiðsögn á pólsku um sýninguna Óþekkta alúð sem nú stendur…