Hátíðarnótt

Tónleikar í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 18. desember kl.20.00

Fyrir jólin 2015 kom út geisladiskurinn „Hátíðarnótt“ og þar leika þeir Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari, Karl Olgeirsson, píanóleikari og Jón Rafnsson, bassaleikari, jólalög og sálma sem fylgt hafa íslensku jólahaldi í gegn um áratugina. Á tónleikunum, sem eru um klukkustundar langir, leika þeir diskinn frá upphafi til enda. Útsetningarnar eru í rólegri kantinum og stemmningin sem myndast er bæði þægileg og afslappandi, sem áheyrendur tala gjarnan um og eru ánægðir með, – gott að koma og bara hlusta og íhuga og njóta.

Sjá nánar um diskinn á https://jrmusic.is/jr-utgafa/hatidarnott/

Aðgangseyrir er 3.000,- og það er posi á staðnum

 

Ábendingagátt