Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sunnudaginn 23. mars kl. 20 fara fram í Hafnarborg tónleikar Bjargar Brjánsdóttur, flautuleikara og Ingibjargar Elsu Turchi, bassaleikara og tónskálds. Flutt verða ný verk sem er afrakstur frjós samstarfs þeirra á milli. Tónleikarnir eru hluti af samtímatónleikaröð Hafnarborgar, Hljóðönum. Yfirskrift tónleikanna, „Blöndun/Fusione“, er fengin úr einleiksverki fyrir bassaflautu sem Ingibjörg Elsa Turchi skrifaði sérstaklega fyrir Björgu Brjánsdóttur á sínum tíma og markar upphafið á samstarfi þeirra á milli en titillinn ber jafnframt samstarfinu sterkt vitni þar sem tónlistarlegur bakgrunnur þeirra beggja þekur víðfeðmt svæði tónlistar. Hafa þær á síðustu misserum unnið saman að nýjum verkum, sem frumflutt verða af höfundum á tónleikunum í bland við þessa upphafsvörðu samstarfsins.
Aðgöngumiðar eru seldir í Hafnarborg: almennt miðaverð er 2.500 krónur og er verð fyrir eldri borgara og námsmenn 1.500 krónur.
Hljóðön, samtímatónleikaröð Hafnarborgar, er sérstaklega tileinkuð tónlist 20. og 21. aldar, þar sem einstök hugmyndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiða áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir en tónleikaröðin hefur verið hluti af dagskrá Hafnarborgar síðan 2013.
Björg Brjánsdóttir, flautuleikari og tónskáld, vinnur með ýmsum hópum þvert á tónlistarstefnur ásamt því að semja eigin tónlist og hefur hún einbeitt sér síðastliðin ár að samstarfi við ýmis tónskáld og flutningi á nýjum einleiksverkum fyrir þverflautu. Fyrsta plata Bjargar, GROWL POWER, kom út í janúar 2024 með fjórum einleiksverkum fyrir flautur eftir Báru Gísladóttur og er önnur plata væntanleg með verkum eftir sex ólík tónskáld. Björg var tilnefnd sem flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2022 og hefur meðal annars komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Elju kammersveit, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Íslenska flautukórnum. Hún er flautuleikari tónlistarhópsins Caput og hefur sinnt fjölmörgum hljómsveitarverkefnum, að mestu í Þýskalandi, í Noregi og á Íslandi. Björg tilheyrir flautuseptettinum viibru sem hefur unnið með Björk Guðmundsdóttur frá árinu 2016 og ferðast með henni um heiminn til að flytja tónsýningu hennar, Cornucopiu. Björg útskrifaðist af einleikarabraut frá Tónlistarháskóla Noregs vorið 2017 og hefur auk þess stundað nám í þverflautuleik við Tónlistarháskólann í Hannover, Tónlistarháskólann í München og Konunglega danska tónlistarháskólann.
Ingibjörg Elsa Turchi, bassaleikari og tónskáld, hefur verið afar sýnileg í íslensku tónlistarlífi á síðastliðnum árum og hefur meðal annars samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur, auk smærri samspilshópa. Árið 2017 gaf Ingibjörg út stuttskífuna Wood/Work þar sem rafbassinn var í aðalhlutverki og í júlí 2020 kom út fyrsta plata Ingibjargar í fullri lengd, Meliae. Hlaut platan verðlaun sem plata ársins í djassflokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021 og tilnefningu til Hyundai Nordic Music Prize sama ár. Árið 2023 kom út hennar seinni plata í fullri lengd, Stropha, sem fékk meðal annars 4 stjörnur hjá Heimildinni, var á flestum árslistum 2023 og fékk tilnefningu á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokknum upptökustjórn ársins. Sem flytjandi hefur Ingibjörg komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens, Stuðmönnum og Teiti Magnússyni, bæði á tónleikum og upptökum, og tekið þátt í verki Ragnars Kjartanssonar, Kona í e-moll, í Listasafni Reykjavíkur. Ingibjörg hefur einnig leikið á bassa í hljómsveitum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og verið í húsbandi Idol-stjörnuleitar síðastliðin tvö ár. Ingibjörg stundaði rafbassanám í Tónlistarskóla FÍH, lauk BA-prófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslsands og lagði þar einnig stund á rytmísk kennslufræði. Einnig er hún með BA-gráður í latínu og forngrísku frá Háskóla Íslands. Ingibjörg er einn stofnenda Stelpur rokka! á Íslandi og hefur kennt þar og sinnt ýmsum verkefnum frá upphafi.
Laugardaginn 22. mars kl. 13-15 býður Hafnarborg upp á fjöltyngda listamiðju þar sem ímyndunarafl, blöndun menningarheima og draumar verða kannaðir…