Hvítasunnuhlaup Skokkhóps Hauka og Brooks fer fram árið 2023 í ellefta sinn á annan dag Hvítasunnu, mánudaginn 29. maí kl. 10:00. Hvítasunnuhlaup Hauka, Brooks og heilsubæjarins Hafnarfjarðar,  er glæsilegt utanvegahlaup um fallegt uppland Hafnarfjarðar. Hlaupið byrjar og endar á Ásvöllum í Hafnarfirði, og er val um þrjár hlaupaleiðir 14 km, 17,5 km og 22 km. Hlaupið hefur verið skipulagt og unnið í sjálfboðavinnu af félögum í Skokkhópi Hauka sem telur um 100 félaga. Mikil samstaða er um að gera hlaupið sem glæsilegast og hefur hlaupið unnið til verðlauna meðal bestu utanvegahlaupa á landinu. Á þessum 11 árum hefur hlaupið vaxið og dafnað og verið uppselt. Hlaupið er viðurkennt af ITRA og gefur 22 km hlaupaleiðin 1 punkt og allar vegalengdir munu gefa ITRA stig.

Þátttökugjald

  • 14 km 5.500 kr
  • 17,5 km 5.500 kr
  • 22 km 5.500 kr

Um hlaupið

  • Vegalengdir 14 km, 17,5 km, 22 km
  • Dagsetning 29. maí 2023

Skokkhópur Hauka hefur í tengslum við Hlaupið styrkt Skógrækt Hafnarfjarðar og Íþróttafélag Hauka myndarlega og verður einnig svo í ár. Ákveðið hefur verið að veita ekki verðlaunapeninga nema fyrir efstu þrjú sætin í karla og kvennaflokki í hverri vegalengd og munu þess í stað 500 krónur af skráningargjaldi hvers hlaupara renna til íþróttafélagsins Hauka. Skipulagning hlaupsins verður með svipuðu sniði og undanfarin ár en með þeim fyrirvara að hlauparar þurfa að vera viðbúnir því að breytingar geti átt sér stað eftir því hvernig málin þróast vegna Covid faraldursins.

Hvítasunnuhlaupið er utanvegahlaup og því mikilvægt að fara varlega á misjöfnu undirlagi.  Hlauparar taka þátt í Hvítasunnuhlaupinu á eigin ábyrgð.  Framkvæmdaaðilar geta á engan hátt verið ábyrgir fyrir skaða sem keppendur hugsanlega verða fyrir eða valda öðrum á meðan á þátttöku í hlaupinu stendur.  Með skráningu í hlaupið og því að sækja rásnúmer staðfestir þátttakandi skilning á þessu og samþykkir skilmála hlaupsins.

Hlauparar eru hvattir til að skoða myndir og myndbönd úr Hvítasunnuhlaupinu sem gefur glögga mynd af stemmningunni í hlaupinu.

Nokkur vídeó frá 2016

Nokkur vídeó frá 2018

Hlaupið er um stórkostlegar náttúruperlur í næsta nágrenni Hafnarfjarðar s.s. Ástjörn, Hvaleyrarvatn, Stórhöfða og Höfðaskóg.

Google kort af leiðinni er neðst á þessari síðu. Hlaupaleiðin gæti þó lítið eitt breyst vegna framkvæmda en leiðin verður vel merkt.

GPS af hlaupaleið.

Nánari upplýsingar

Ábendingagátt